spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrír sigrar hjá Mjölnismönnum

Þrír sigrar hjá Mjölnismönnum

Mynd: Jón Viðar Arnþórsson. Bjarki Þór klárar bardagann með hengingu.
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson. Bjarki Þór klárar bardagann með hengingu.

Þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Þór Pálsson börðust í AVMA bardagasamtökunum fyrr í kvöld. Þeir geta vel við unað eftir kvöldið þar sem þeir kláruðu allir sína bardaga.

Bjarki Ómarsson reið fyrstur á vað af íslensku keppendunum og mætti hann Percy Hess (0-1). Bjarki náði Hess í “rear naked choke” hengingu og svæfði Hess í fyrstu lotu! Frábær sigur hjá Bjarka en þetta var þriðji áhugamannabardagi Bjarka.

Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson. Hann mætti Ricardo Franco sem sigraði Bjarka Ómarsson í maí í fyrra. Magnús gat hefnt fyrir tapið og það gerði hann það svo sannarlega því Magnús rotaði Franco í 1. lotu. Rothöggið kom eftir vinstri krók en Magnús rotaði sinn síðasta andstæðing einnig með vinstri krók. Glæsilegt hjá Magnúsi!

Síðastur af íslensku bardagamönnunum var Bjarki Þór Pálsson. Hann mætti Anthony Dilworth um léttvigtartitil AVMA. Líkt og nafni sinn þá sigraði hann bardagann eftir “rear naked choke” hengingu. Bjarki Þór tryggði sér þar með titilinn með þessari hengingu í 2. lotu. Þetta er þriðji titill Bjarka Þórs en næsti bardagi hans verður líklegast atvinnumannabardagi.

Frábært kvöld hjá Mjölnismönnunum og þrír sigrar í þremur bardögum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular