Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaBellator - Staðan og ríkjandi meistarar

Bellator – Staðan og ríkjandi meistarar

Bellator er annað stærsta MMA samband í heimi á eftir UFC. Sambandið er talsvert minna en UFC en það er stöðugt að sækja í sig veðrið og með sterku eignarhaldi og nýjum stjóra eru því allir vegir færir. Við förum í dag yfir stöðuna í Bellator og lítum yfir núverandi meistara.

Bellator var stofnað árið 2008 af þáverandi stjóra, Bjorn Rebney. Félagið var þekkt fyrir að byggja á gagnsæu ferli þar sem bardagamenn unnu sér inn tækifæri til að skora á meistara með því að sigra útsláttarkeppni með fjórum eða átta þátttakendum. Stærstu stjörnur sambandsins í gegnum tíðina hafa verið Hector Lombard og Eddie Alvarez sem keppa nú báðir í UFC.

Sambandið hefur verið í meirihlutaeigu hins gríðarsterka fjölmiðlarisa Viacom síðan árið 2011. Eignarhaldið hefur gefið Bellator fjárhagslegan styrk til að taka áhættur og kaupa gamlar UFC stjörnur á borð við Quinton ‘Rampage’ Jackson, Tito Ortiz og Stephan Bonnar. Sambandið hefur haft slæmt orð á sér fyrir að festa bardagamenn í ósanngjörnum samningum eins og Eddie Alvarez fékk að kynnast þegar hann vildi fyrst fara yfir í UFC en gat ekki.

will-brooks
Will Brooks

Með tilkomu nýs stjóra, Scott Coker sem stýrði áður Strikeforce, hefur orðið mikilvæg stefnubreytingu hjá félaginu. Fyrir það fyrsta var Alvarez leyft að fara án vandræða. Í öðru lagi var fyrirkomulagi bardaga breytt úr fyrra fyrirkomulagi (útsláttarkeppnin) í hefðbundnara fyrirkomulag eins og þekkist t.d. í UFC. 

Núverandi Bellator meistarar:

  • Þungavigt (205 til 265 pund) – Vitaly Minakov Minakov er fjórfaldur heims- og Rússlandsmeistari í sambó. Hann er ósigraður í 14 MMA bardögum og kláraði 10 af þeim í fyrstu lotu. Minakov tók titilinn af Alexander Volkov í fyrra og sigraði Cheick Kongo í hans síðasta bardaga.
  • Léttþungavigt (205 pund) – Emanuel Newton Newton er reynslumikill bardagamaður sem hefur unnið 24 af 32 bardögum. Hann hefur nú unnið 6 bardaga í röð, þar með talið tvo gegn ‘King Mo’ Lawal. Titilinn vann hann af Attila Végh í mars.
  • Millivigt (185 pund) – Brandon Halsey Halsey er einn minnst þekktasti Bellator meistarinn. Hann er ósigraður Bandaríkjamaður sem sigraði síðasta meistara, Alexander Shlemenko, óvænt í september á aðeins 35 sekúndum.
Douglas_Lima_vs._Bryan_Baker
Lima afgreiðir Bryan Baker
  • Veltivigt (170 pund) – Douglas Lima Veltivigt var árum saman undir stjórn Ben Askren sem berst nú fyrir ONE FC. Þegar hann fór frá sambandinu sem ríkjandi meistari börðust Lima og Rick Hawn um titilinn. Lima hefur unnið fimm bardaga í röð en hann tapaði illa fyrir Askren þar áður.
  • Léttvigt (155 pund) – Will Brooks (interim meistari) Eddie Alvarez átti að berjast við Michael Chandler í þriðja skipti í maí á þessu ári. Með aðeins viku fyrirvara var það tilkynnt að Alvarez væri meiddur og að Brooks kæmi í hans stað. Öllum að óvörum sigraði Brooks Chandler á stigum og mun berjast við hann aftur 15. nóvember. Hann var í kjölfarið krýndur „interim“ meistari en sá sem vinnur næsta bardaga þeirra verður óumdeildur Bellator meistari. Brooks er hæfileikaríkur glímu bardagamaður með eins eitt tap á bakinu í 14 bardögum en þá var hann rotaður á 43 sekúndum.
patricio-freire
Patricio Freire
  • Fjaðurvigt (145 pund) – Patricio Freire Hinn brasilíski Partricio „Pitbull“ Freire tók titilinn af Pat Curran í september síðastliðnum. Freire hafði áður tapað fyrir Curran í fyrra svo það má búast við þriðja bardaganum á milli þeirra áður en langt um líður.
  • Bantamvigt (135 pund) – Joe Warren Warren er fyrrverandi heimsmeistari í Greco-Roman glímu. Hann er 38 ára gamall bardagakappi sem enginn bjóst við að myndi sigra ríkjandi meistara Eduardo Dantas um síðustu helgi. Warren tók hins vegar Dantas í glímukennslustund og fékk að launum beltið.
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular