spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrjú silfur og eitt gull á fyrri degi Swedish Open

Þrjú silfur og eitt gull á fyrri degi Swedish Open

swedish open14 Íslendingar keppa á Swedish Open sem fram fer um helgina. Í dag var keppt í fullorðinsflokkum og nældu Íslendingarnir sér í fern verðlaun.

Sjá einnig: 14 Íslendingar keppa á Swedish Open um helgina

Allir Íslendingarnir koma úr röðum Mjölnis en mótið er nokkurs konar óopinbert Norðurlandamót í brasilísku jiu-jitsu.

Sunna Wiium keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga. Sunna komst í úrslit þar sem hún tapaði á stigum eftir frábæra glímu. Fyrsta silfur dagsins því komið í hús.

Ómar Yamak keppti í -70 kg flokki fjólublábeltinga. Ómar nældi sér í silfur á sama móti í fyrra en í ár tókst honum að vinna flokkinn. Glæsilega gert hjá Ómari!

Eggert Djaffer Si Said keppti í +100,5 kg flokki fjólublábeltinga. Hann komst alla leið í úrslit þar sem hann tapaði á hengingu.

Hafdís Vera Emilsdóttir keppti í -69 kg flokki blábeltinga. Líkt og Sunna tapaði hún úrslitaglímunni á stigum og fékk silfur í sínum flokki.

Aron Daði Bjarnason keppti í -76 kg flokki fjólublábeltinga. Hann vann fyrstu glímuna sína en tapaði í undanúrslitum og endaði að lokum í 4. sæti.

Á morgun fara unglingaflokkarnir fram sem og opnir flokkar fullorðinna. Við munum fylgjast með okkar fólki á mótinu á morgun og flytja ykkur fréttir af hópnum.

Mynd: Axel Kristinsson
Hópurinn sem keppti í dag. Mynd: Axel Kristinsson

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular