Bellator 148 fór fram í gær. Þar fengu áhorfendur að sjá nokkur svakaleg rothögg og fengu nóg fyrir peninginn.
Paul Daley mætti Andy Uhrich í aðalbardaga kvöldsins og sigraði eftir þetta svakalega rothögg.
Paul Daley vs Andy Uhrich #Bellator148 pic.twitter.com/86KxhugnQC
— ZombieProphet (@ZProphet_MMA) January 30, 2016
Aðalbardagi kvöldsins átti upphaflega að vera á milli Josh Koscheck og Matt Secor en Koscheck meiddist og var því Daley í aðalbardaganum. Eftir sigur Daley sendi hann Koscheck kaldar kveðjur en óhætt er að segja að lítill vinskapur sé á milli þeirra.
Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Bradley og Chris Honeycutt. Eftir aðeins 40 sekúndur hafði Bradley rotað Honeycutt.
Chris Honeycutt vs Paul Bradley #Bellator148 pic.twitter.com/1DL65sRcKa
— ZombieProphet (@ZProphet_MMA) January 30, 2016
Patricky ‘Pitbull’ Freirie mætti Ryan Couture og fengu áhorfendur að sjá enn eitt rothöggið. Eftir nákvæmlega þrjár mínútur steinrotaði hann Couture með vel tímasettum vinstri krók. Ryan er elsti sonur goðsagnarinnar Randy Couture.
Patricky Freire vs Ryan Couture #Bellator148 pic.twitter.com/6Lp4vUpiw4
— ZombieProphet (@ZProphet_MMA) January 30, 2016