spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTilþrifalítill blaðamannafundur hjá Conor og Nate Diaz

Tilþrifalítill blaðamannafundur hjá Conor og Nate Diaz

Screen Shot 2016-07-07 at 20.04.20Væntingarnar voru miklar fyrir blaðamannafundinn fyrir UFC 202. Aðeins tveir bardagamenn voru viðstaddir en óhætt er að segja að blaðamannafundurinn hafi ollið vonbrigðum.

Blaðamannafundurinn byrjaði 45 mínútum of seint enda voru hvorki stjörnurnar Nate Diaz né Conor McGregor mættir á réttum tíma. Við þessu sagði Dana White ekkert nema „I’m not surprised motherfucker,“ og vitnaði þar í fræg ummæli Nate Diaz.

Hljóðið í T-Mobile höllinni var afar slæmt og áttu áhorfendur, Conor, Diaz og Dana White erfitt með að heyra spurningar blaðamanna. Einnig virtist sem Diaz og Dana White heyrðu ekki svör Conor. Það var því lítið um orðaskipti á milli Conor og Diaz eins og búist var við fyrirfram.

Það mátti þó heyra nokkur gullkorn frá þeim Diaz og Conor. Er kapparnir voru spurðir út í Jon Jones og lyfjaprófið sagðist Diaz ekki vera hissa á þessu enda eru allir á sterum að hans mati. Conor vildi ekki fagna óförum annarra og óskaði Jones góðs gengis í framhaldinu. Conor bætti þó við að það eina sem hann missti af var blaðamannafundur og hvorki Brock Lesnar, Mark Hunt, Jon Jones né Daniel Cormier mættu á þann blaðamannafund.

Síðar bætti Conor við að hann sé í formi og gæti stokkið inn í á laugardaginn. UFC þarf bara að spyrja.

Annars var blaðamannafundurinn nokkuð tilþrifalítill og má þar kenna um hljóðveseni. Eflaust ekki góður dagur hjá Dana White.

Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular