spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTito Ortiz telur sig eiga góða möguleika gegn Jon Jones

Tito Ortiz telur sig eiga góða möguleika gegn Jon Jones

Hinn 44 ára gamli Tito Ortiz heldur því fram að hann gæti unnið Jon Jones í dag. Ortiz berst um næstu helgi og segist vera í topp formi.

Tito Ortiz er enn að og berst sinn 34. MMA bardaga um næstu helgi. Þrátt fyrir 12 ára aldursmun telur Ortiz sig geta unnið UFC meistarann Jon Jones.

„Ég held ég gæti unnið Jon Jones. Ég tel mig eiga góða möguleika í alvöru talað. Fólk getur sagt að ég sé ekki lengur upp á mitt besta eða hvað sem er. Komið og horfið á mig æfa, æfið með mér, glímið við mig, sjáið mig lyfta, sjáið mig hjóla og hvað ég get gert. Ég hef aldrei lagt eins mikið á mig og ég geri núna. Ég er að gera frábæra hluti. Hugurinn er á réttum stað og skrokkurinn líka,“ segir Ortiz.

Ortiz mætir Alberto Del Rio á Combate Americas bardagakvöldinu þann 7. desember. Del Rio er fyrrum WWE stjarna og er 9-5 sem atvinnumaður í MMA. Del Rio er 42 ára gamall og hefur ekki barist í níu ár.

Ortiz skortir ekki sjálfstraustið en hann telur að lykillinn á sigri gegn Jon Jones sé að pressa fram. „Pressa, pressa, pressa. Það er vesen að vera í hans [Jones] fjarlægð. Þú getur ekki verið þar og spilað hans leik.“

Ortiz telur að Jones hefði getað orðið sá besti frá upphafi en hegðun hans utan búrsins hafi eyðilagt arfleifð hans.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular