spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTölfræði: Gunnar Nelson með betri tölfræði en Rick Story

Tölfræði: Gunnar Nelson með betri tölfræði en Rick Story

Gunnar Nelson Rick StoryUFC Fight Night 53 fer fram í Svíþjóð næst komandi laugardag og bíður þjóðin spennt fyrir aðalbardaga kvöldsins þar sem Íslendingurinn Gunnar Nelson tekst á við Bandaríkjamanninn Rick Story. Í tilefni þess ætlum við að skoða tölfræðilegan samanburð bardagamananna.

Hvað segja tölurnar?

Gunnar Nelson Rick Story
Bardagaskor 13-0-1 (4-0 UFC) 17-8-0 (10-6 UFC)
Meðaltími bardaga 8:15 11:53
Hæð 180 cm 178 cm
Faðmlengd 72“ 182,8 cm 71“ – 180,3 cm
Fæðingardagur 28. júlí 1988 28. ágúst 1984
Högg og spörk
Fjöldi högga sem lenda á mín. 2.43 3.46
Nákvæmni högga 59% 39%
Fjöldi högga fengin á sig á mín. 2.06 2.02
Varin högg 68% 65%
Glíma
Fjöldi fellna að meðaltali í bardaga 2.27 3.00
Heppnaðar fellur 71% 53%
Felluvörn 100% 62%
Tilraunir til henginga/lása að meðaltali 1.8 1.1
Seinustu bardagar
Zak Cummings Leonardo Mafra
  Omari Akhmedov Kelvin Gastelum
  Jorge Santiago Brian Ebersole

Eins og sjá má hefur Gunnar enn og aftur yfirburði tölfræðilega séð gegn andstæðingum sínum. Rick Story er þó mun reyndari en fyrri andstæðingar Gunnars. Hann hefur verið í UFC síðan 2009 og hefur sextán bardaga að baki innan raða UFC. Tölfræðin hjá Gunnari hefur orðið lakari á sumum sviðum en hækkað á öðrum miðað við seinasta bardaga. Þó Gunnar hafi líklega tapað sinni fyrstu lotu í UFC í sigrinum á Cummings þá hefur hann bætt sig í vörn gegn höggum en aftur á móti hefur hann náð færri höggum inn.

Story hefur verið að sigra einn bardaga og tapa næsta seinustu tvö ár. Hann tapaði seinasta bardaga og miðað við tölfræðina er hann lakari bardagamaður. Tölfræði segir þó ekki mikið en gefur ákveðna mynd af stöðu bardagamanna hverju sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular