0

TUF Finale 28 úrslit

UFC er með tvö bardagakvöld um helgina en það fyrra fór fram í nótt í Las Vegas. Þar mættust þeir Kamaru Usman og Rafael dos Anjos í aðalbardaga kvöldsins.

Kamaru Usman nældi sér í sinn níunda sigur í röð í UFC eftir frábæra frammistöðu gegn Rafael dos Anjos. Usman náði að taka dos Anjos niður í hverri einustu lotu og lét höggin dynja á honum. Dos Anjos sýndi þó mikla hörku með því að gefast ekki upp en Usman var með mikla yfirburði.

Með sigrinum er Usman kominn ansi nálægt titilbardaga en veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mun að öllum líkindum verja titilinn sinn gegn Colby Covington snemma á næsta ári. Þá verður Ben Askren sennilega á undan Usman í röðinni ef hann vinnur Robbie Lawler í janúar. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Veltivigt: Kamaru Usman sigraði Rafael dos Anjos eftir dómaraákvörðun (50-43, 49-45, 48-47).
Þungavigt: Juan Espino sigraði Justin Frazier með uppgjafartaki (straight armlock) eftir 3:36 í 1. lotu.
Fjaðurvigt kvenna: Macy Chiasson sigraði Pannie Kianzad með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:11 í 2. lotu.
Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Bryan Caraway með tæknilegu rothöggi eftir 2:39 í 1. lotu.
Millivigt: Edmen Shahbazyan sigraði Darren Stewart eftir klofna dómaraákvörðun.
Hentivigt (130,5 pund): Antonina Shevchenko sigraði Ji Yeon Kim eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Hentivigt (148,5 pund): Kevin Aguilar sigraðiRick Glenn eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Joseph Benavidez sigraði Alex Perez með tæknilegu rothöggi eftir 4:19 í 1. lotu.
Þungavigt: Maurice Greene sigraði Michel Batista með uppgjafartaki eftir 2:14 í 1. lotu.
Fjaðurvigt kvenna: Leah Letson sigraði Julija Stoliarenko eftir klofna dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Roosevelt Roberts sigraði Darrell Horcher með uppgjafartaki (standing guillotine choke) eftir 4:50 í 1. lotu.
Veltivigt: Tim Means sigraði Ricky Rainey með tæknilegu rothöggi eftir 1:18 í 1. lotu.
Bantamvigt: Raoni Barcelos sigraði Chris Gutierrez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:12 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.