spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTUF gerir MMA aðdáendum lífið leitt

TUF gerir MMA aðdáendum lífið leitt

TUF

20. sería The Ultimate Fighter verður sýnd næsta haust. Gilbert Melendez og Anthony Pettis sjá um að þjálfa þátttakendur en það þýðir að við munum ekki sjá þá berjast fyrr en í desember.

Næsta vetur verður 20. serían af The Ultimate Fighter sýnd og er serían með gjörbreyttu sniði. Í fyrsta skipti verður TUF húsið aðeins skipað kvenmönnum og í fyrsta skiptið verður sigurvegari TUF krýndur UFC meistari í strávigt kvenna. TUF: Canada vs. Australia lauk nýverið og þá er TUF: Brazil 3 komin vel á leið. 19. sería TUF er svo nýlega byrjuð í Bandaríkjunum þar sem Frankie Edgar og BJ Penn þjálfa.

Þjálfararnir í 20. seríu verða ekki af verri endanum en það eru UFC léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis og Gilbert Melendez. Það sem er óþolandi eru að þessar tvær stjörnur eru á bekknum í 10 mánuði. Pettis er að ganga í gegnum meiðsli en hann ætti að vera tilbúin til að berjast í sumar. Pettis er einn skemmtilegasti bardagamaður sem UFC hefur upp á að bjóða. Hann er gríðarlega iðinn við lása og hengingar af bakinu, hann býr yfir frábærum tækvondó spörkum og reynir alltaf að sigra andstæðinginn án þess að dómarar þurfi að koma að bardaganum. Það sem er óskiljanlegt er að UFC tekur meistara og setur þá á hliðarlínuna í 10 mánuði, ár eftir ár.

Fyrr í vikunni var tilkynnt að Cain Velasquez og Fabricio Werdum muni þjálfa fyrstu TUF: Latin America seríuna. Þeir berjast svo um titilinn þegar seríunni lýkur í nóvember en það má fyrirgefa það þar sem Cain Velasquez er meiddur og verður hvort sem er ekki tilbúinn fyrr en í nóvember.

TufBrasil3Image2Er ekki komið nóg af The Ultimate Fighter? Oftast nær eru einn til tveir vitleysingar sem eiga ekkert erindi í UFC eins og Junie Browning og flestir í húsinu fyrir neðan meðal bardagamanninn í UFC. Dana White er alltaf tilbúin að tala um hvað einhver er frábær í hverri seríu en oftast nær verður ekkert úr þeim. Phillipe Nover var næsti Anderson Silva samkvæmt Dana White. Hann var virkilega slappur. Efrain Escudero sigraði TUF, honum var sparkað næstum strax úr UFC. Uriah Hall var hættulegasti keppandi síðan TUF 1 en tapaði síðan gegn Kelvin Gastelum og hefur varla sýnt neitt nema flott spörk í UFC enn sem komið er.

Væri ekki sniðugra að hafa alvöru þjálfara að þjálfa keppendurnar? Það væri mun áhugaverðara að sjá hvernig Greg Jackson/Mike Winkeljohn þjálfa sýna menn t.d. Margir góðir þjálfarar eru til í MMA heiminum og það væri mjög gaman að sjá þá vinna listir sínar. Einnig voru Matt Hughes og Matt Serra að rífast á Twitter fyrir stuttu og gæti það orðið skemmtilegt að sjá þá þjálfa. Matt Serra hefur snúið sér að þjálfun og augasteinn hans, Chris Weidman, er orðin UFC millivigtarmeistari. Hughes er hins vegar engin þjálfari en hann veit mjög líklega einn eða tvo hluti.

Er ekki komið nóg af TUF í núverandi mynd? Er þetta ekki orðið þreytt? Væri ekki best að bíða í smá tíma og safna alvöru bardagamönnum fyrir þættina. Athyglisvert væri að fá meistara úr öðrum minni samtökum og fá þá til að berjast gegn öðrum meisturum. Sigurvegarinn fengi bardaga um titilbardaga.

Kæru lesendur hafið þið að geyma góðar hugmyndir fyrir TUF og hver er ykkar skoðun?

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. nah ósammála, drasl þættir, en samt mjög góð leið fyrir mma fighter til að vekja á sér athygli. Og það þarf einhver nöfn í þetta annars nennir enginn að horfa. Svo eru fighterarnir sjálfir voða lítið að þjálfa, þeir eru með þjálfarateymið sitt með sér. Betri spurning væri: Afhverju eru alltaf allir grenjandi!?

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular