spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley mætir Darren Till á UFC 228

Tyron Woodley mætir Darren Till á UFC 228

Darren Till er kominn með titilbardaga! Till mætir veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley á UFC 228 þann 8. september.

Þetta tilkynnti UFC seint í gærkvöldi en bardaginn kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að Colby Covington var gerður að bráðabirgðarmeistara fyrir um það bil sex vikum síðan. Eftir sigur Covington á Rafael dos Anjos í júní var fastlega búist við að Covington myndi fá næsta titilbardaga enda bráðabirgðarmeistari veltivigtarinnar.

Covington er hins vegar ófær um að berjast en hann fór í aðgerð á nefinu á dögunum. UFC var ekki tilbúið að bíða eftir honum og vantaði sárlega annan titilbardaga á bardagakvöldið í september. Covington hefur því verið sviptur bráðabirgðarbeltinu sínu og fær Till nú titilbardaga.

Þetta er að mörgu leyti gagnrýnisvert og sýnir enn og aftur hvað beltin, og þá sérstaklega bráðabirgðarbeltin, hafa enga þýðingu í UFC í dag.

Þyngdin á Till mun sennilega vera spurningamerki alveg þar til hann nær vigt en Till hefur tvívegis mistekist að ná vigt í UFC. Síðast var hann þremur pundum of þungur og var í miklum erfiðleikum með niðurskurðinn.

Fyrr í mánuðinum var titilbardagi Valentinu Shevchenko og meistarans Nicco Montano staðfestur. Sá bardagi verður sennilega næstsíðasti bardagi kvöldsins en bardagakvöldið er farið að líta vel út á pappírum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular