spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTýsmót Mjölnis fer fram næsta laugardag!

Týsmót Mjölnis fer fram næsta laugardag!

tysmotið

Fyrsta Týsmót Mjölnis fer fram næstkomandi laugardagskvöld! Týsmótið er liðakeppni allra glímufélagana á Íslandi og munu margir af fremstu glímumönnum landsins takast á! Keppni hefst kl 20:00.

Liðin sem eru skráð til þátttöku eru:

Karlaflokkur:
Mjölnir 1
Mjölnir 2
Sleipnir

Kvennaflokkur
Mjölnir 1
Mjölnir 2

Hin félögin sáu sér ekki fært að taka þátt að þessu sinni.

Fyrirkomulagið er einfalt, hvert lið inniheldur þrjá keppendur og einn varamann. Í hverri viðureign (t.d. Mjölnir 1 vs. Sleipnir) keppir keppandi nr. 1 í Mjölni við keppanda nr. 1 í Sleipni o.s.fr. Enginn veit hvaða keppendur eru í liðunum nema þjálfarar og mótshaldarar.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 1000 kr en DJ RexBan verður á svæðinu og Svenni Kjarval er kynnir kvöldsins! Húsið opnar kl 19:00 og eru allir velkomnir. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara í karla- og kvennaflokknum.

Það er ljóst að þetta verður virkilega skemmtilegt mót og verður nóg af flottum glímum í boði. MMA fréttir mun birta úrslit og myndir úr mótinu svo fylgist vel með.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular