spot_img
Sunday, January 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 189: Frábær sigur Brown

UFC 189: Frábær sigur Brown

ufc189big_mendesÞað lifnaði loks yfir UFC 189 þegar Matt Brown og Tim Means mættu í búrið. Bardagi Alex Garcia og Mike Swick var aftur á móti ekki eins spennandi.

Alex Garcia hafði mikla yfirburði gegn Mike Swick og sigraði örugglega eftir dómaraákvörðun, 30-27. Þetta var fyrsti bardagi Swick síðan í desember 2012 og spurning hversu mikið hann á eftir á þessu stigi ferilsins. Garcia leit vel út, var með góðar fellur og stjórnaði bardaganum allan tíman.

Á þessum tíma var komin ákveðin deyfð yfir áhorfendum enda allir bardagar kvöldsins endað í dómaraákvörðun og lítið um svakaleg tilþrif. Það breyttist allt í bardaga Brown og Means. Þeir byrjuðu snemma að skiptast á höggum. Þeir börðust alls staðar, standandi, upp við búrið, í „clinchinu“ og á gólfinu eftir að Means náði fellu. Eftir tvo góða olnboga frá Matt Brown féll Means niður í gólfið. Brown fylgdi honum eftir og var ekki lengi að læsa „guillotine“ hengingunni.

Means neyddist til að tappa út og sigraði Brown með uppgjafartaki eftir 4:44 í fyrstu lotu. Frábær lota og áhorfendur kunnu vel að meta þessi tilþrif.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular