Fyrstu bardagar kvöldsins á UFC 189 voru að klárast. Cody Pfister sigraði Yosdenis Cedeno eftir dómaraákvörðun og Louis Smolka sigraði Neil Seery einnig eftir dómaraákvörðun.
Bardagi Pfister og Cedeno var nokkuð jafn. Cedeno tók fyrstu lotuna og lenti ógrynni lágsparka í innanvert læri Pfister. Í 2. lotu náði Pfister að stjórna bardaganum betur með glímunni og það sama var uppi á teningnum í 3. lotu. Pfister sigraði 29-28 í fínum bardaga.
Bardagi Seery og Smolka var mun skemmtilegri. Villtur bardagi en Smolka náði að stjórna bardaganum með því að taka Seery niður og stjórna honum þar. Seery reyndi þó allan tíman að hengja með „guillotine“ hengingu án árangurs. Smolka var sjálfur nokkrum sinnum nálægt því að læsa „rear naked choke“ hengingu en Seery varðist vel með því að stjórna úlnliðum Smolka. Smolka sigraði eftir dómaraákvörðun, 30-27 (sigraði allar loturnar).