spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 194: Gunnar Nelson tapar eftir dómaraákvörðun

UFC 194: Gunnar Nelson tapar eftir dómaraákvörðun

demian maiaDemian Maia sigraði Gunnar Nelson eftir algjöra yfirburði. Gunnar Nelson hafði ekki mörg svör gegn Maia í gólfinu.

Gunnar varðist fyrstu fellutilraunum Maia og eftir smá glímu í gólfinu tókst Maia að ná bakinu á Gunnari í þar sem hann raðaði inn höggunum. Gunnar gekk blóðugur í hornið eftir fyrstu lotu og sigraði Maia lotuna örugglega.

Í 2. fór Maia snemma í „double leg“ fellu og komst ofan á á endanum. Aftur náði hann bakinu á Gunnari og komst í „mount“ þar sem hann lét höggin dynja á okkar manni sem hafði fá svör og orðinn vel þreyttur.

Það sama var uppi á teningnum í þriðju lotu og sigraði Maia bardagann með algjörum yfirburðum. Einn dómari dæmdi Maia sigur 30-26 en tveir 30-25 sem sýnir yfirburði Maia í bardaganum.

Eftir bardagann óskaði Maia eftir titilbardaga en þetta var fjórði sigur hans í röð í veltivigtinni.

Okkar maður mun eflaust koma sterkur til baka eftir þetta. Gunnar er frábær í gólfinu en Maia er einfaldlega betri glímumaður. Það sást í bardaganum því miður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Vá hvað Maia er rosalegur í gólfinu en Gunni átti nokkur móment í bardaganum og sýndi mikið hjarta en það var erfitt að horfa á upp á þetta engu að síður. Vona að okkar maður komi bara sterkari til baka og vinni sig aftur upp.
    Áfram Gunnar Nelson!

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular