spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 195 tekur á sig veglega mynd

UFC 195 tekur á sig veglega mynd

ufc 195 lawler conditÞað stefnir allt í stórgóða veislu þann 2. janúar þegar UFC 195 fer fram. Robbie Lawler mun verja titilinn gegn Carlos Condit en UFC tilkynnti einnig tvo afar spennandi bardaga fyrr í dag.

Upphaflega áttu þeir Condit og Lawler að mætast á UFC 193 í nóvember en vegna meiðsla meistarans Lawler var bardaganum frestað. Þetta verður önnur titilvörn Lawler en hann sigraði Rory MacDonald á UFC 189 í júlí í ótrúlegum bardaga.

Í gær tilkynnti UFC að þungavigtarmennirnir Stipe Miocic og Andrei Arlovski munu berjast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þetta eru ákveðin vonbrigði fyrir Ben Rothwell en hann átti að mæta Miocic í Dublin á laugardaginn en Miocic gat ekki barist vegna meiðsla.

Tveir spennandi bardagar í veltivigtinni voru tilkynntir í dag. Stephen ‘Wonderboy’ Thompson mætir Neil Magny en Thompson var orðaður við Gunnar Nelson um tíma. Thompson fær verðugan andstæðing í Magny en báðir eru þeir á topp 15 í veltivigtinni (Thompson í 9. og Magny í því 12).

Þá munu þeir Albert Tumenov og Lorenz Larkin mætast í hörku viðureign. Báðir eru frábærir standandi og gæti þetta orðið einn besti bardagi kvöldsins.

albert tumenov
Tumenov rotar Alan Jouban.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular