spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 232 fært frá Las Vegas til Kaliforníu eftir óvenjulegar niðurstöður í...

UFC 232 fært frá Las Vegas til Kaliforníu eftir óvenjulegar niðurstöður í lyfjaprófi Jon Jones

Þó gífurlega óvæntu tíðindi voru að berast að UFC 232, sem fer fram í næstu viku, verði fært frá Las Vegas til Kaliforníu. Óvenjulegt lyfjapróf Jon Jones er ástæðan fyrir breytingunni.

UFC 232 fer fram þann 29. desember þar sem Jon Jones mætir Alexander Gustafsson í aðalbardaga kvöldsins. Lyfjapróf sem Jones gekkst undir þann 9. desember sýnir óvenjulegar niðurstöður. Í lyfjaprófinu fannst örlítið af Chlorodehydromethyltestosterone (DHCMT), almennt þekkt sem turinabol, en þetta er sama efnið og fannst í lyfjaprófi hans í júlí í fyrra. Þá féll hann á lyfjaprófi og fékk 15 mánaða bann.

UFC 232 átti að fara fram í T-Mobile Arena í Las Vegas en þar sem íþróttasambandið í Nevada fylki (Nevada State Athletic Commission, NSAC) hefur ekki nægan tíma til að rannsaka málið hefur UFC ákveðið að færa bardagakvöldið til Kaliforníu. Íþróttasambandið í Kaliforníu (California State Athletic Commission, CSAC) hefur ákveðið að veita Jones bardagaleyfi en bardagakvöldið fer fram í The Forum í Los Angeles í staðinn.

Jeff Novitzky, yfirmaður lyfjamála hjá UFC, segir að lyfjaprófið sé ekki brot á lyfjareglum UFC. Novitzky segir að USADA hafi ráðfært sig við færustu sérfræðinga heims í svona málum og bendir ekkert til að Jones hafi innbyrt eitthvað ólöglegt á síðustu dögum heldur séu þetta agnarsmáar leyfar af efninu sem hann tók þegar hann féll á lyfjaprófi í júlí í fyrra.

„Þetta var einn trilljónasti úr grammi. Ef þú tækir eitt saltkorn á borðið og skiptir því upp í 50 milljón bita væri einn af þessum bitum álika stór partur og það sem fannst í lyfjaprófinu,“ sagði Novitsky við MMA Junkie.

Í yfirlýsingu frá NSAC kemur fram að Jones muni fara fyrir nefndina í janúar. USADA rannsakaði málið og leitaði til sérfræðinga um allan heim sem allir töldu að Jones hefði ekki aftur innbyrt nokkuð ólöglegt. Þá telja þeir að svo lítið magn muni ekki hafa áhrif á frammistöðu.

Dana White, forseti UFC, hefur margoft verið harðorður í garð Jones en telur að hann hafi ekki gert neitt rangt að þessu sinni. „Ég hef ekki heyrt neitt neikvætt um Jon Jones í aðdraganda bardagans, ekkert. Hann var tilbúinn að hoppa upp í flugvél og taka lyfjapróf strax og það er vanalega mjög erfitt að fá Jones til að gera eitthvað. Ég trúi því að Jon Jones sé ekki á neinu. Hann er í frábæru formi og ég trúi því að hann hafi verið að gera réttu hlutina,“ sagði White. Jones flaug til Kaliforníu um helgina og tók lyfjapróf sem kom út neikvætt.

„Jones gerði ekkert rangt hér. Allir færustu sérfræðingarnir, klárasta fólk í heimi í þessum bransa segir að hann hafi ekki svindlað, hann gerði ekkert rangt. Hvernig getum við ekki látið þennan bardaga fara fram?“

Miðasala fyrir bardagakvöldið í Los Angeles hefst á miðvikudaginn en aðdáendur með miða í Las Vegas geta fengið endurgreitt og þurfa að kaupa nýjan miða fyrir Los Angeles bardagakvöldið. Dana býst við að tapa 5 milljónum dollorum á miðasölunni við það að færa bardagakvöldið. Þetta er í fyrsta sinn sem UFC færir viðburð með svo skömmum fyrirvara.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular