spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 245 úrslit

UFC 245 úrslit

UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Þeir Kamaru Usman og Colby Covington mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Kamaru Usman tókst að verja titilinn sinn í nótt í hörku bardaga gegn Colby Covington. Usman rotaði Covington í 5. lotu þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum. Covington mótmælti ákvörðun dómarans harðlega og þótti mörgum að dómarinn hefði stöðvað bardagann of snemma.

Bardaginn var hnífjafn fram að rothögginu en hvorugir reyndi eina fellu í bardaganum. Covington sagði við hornið sitt að hann taldi sig vera kjálkabrotinn eftir þriðju lotu. Dana White staðfesti á blaðamannafundinum eftir bardagakvöldið að Covington væri kjálkabrotinn.

Alexander Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun í tæknilegum bardaga. Volkanovski skoraði einfaldlega meira en Holloway yfir loturnar fimm og leyfði Holloway ekki að komast í gang.

Amanda Nunes sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun. Nunes var mun betri í gólfinu og tók de Randamie ítrekað niður. Germaine de Randamie var mjög ógnandi standandi og virtist hafa vankað hana tvívegis. De Randamie komst aldrei á fætur þegar hún var tekin niður og naut Nunes mikilla yfirburða í gólfinu.

Jose Aldo leit vel út í bantamvigt en mátti sætta sig við tap gegn Marlon Moraes. Moraes sigraði eftir klofna dómaraákvörðun en sigurinn var umdeildur. Moraes vann fyrstu lotuna og Aldo 2. lotu en dómararnir voru ekki sammála um þriðju lotuna.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman sigraði Colby Covington með tæknilegu rothöggi eftir 4:10 í 5. lotu.
Titilbardagi í fjaðurvigt: Alexander Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 50-45).
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun (49-44, 49-46, 49-45).
Bantamvigt: Marlon Moraes sigraði José Aldo eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Bantamvigt: Petr Yan sigraði Urijah Faber með rothöggi (head kick) eftir 43 sekúndur í 3. lotu.

ESPN2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Geoff Neal sigraði Mike Perry með tæknilegu rothöggi (head kick and punches) eftir 1:30 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Irene Aldana sigraði Ketlen Vieira með rothöggi eftir 4:51 í 1. lotu.
Millivigt: Omari Akhmedov sigraði Ian Heinisch eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Matt Brown sigraði Ben Saunders með tæknilegu rothöggi eftir 4:55 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Chase Hooper sigraði Daniel Teymur með tæknilegu rothöggi (elbows) eftir 4:34 í 1. lotu.
Fluguvigt: Brandon Moreno sigraði Kai Kara-France eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (131 pund): Jessica Eye sigraði Viviane Araújo eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Punahele Soriano sigraði Oskar Piechota með rothöggi (punches) eftir 3:17 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular