0

UFC 253 Embedded: 2. þáttur

UFC 253 fer fram á laugardaginn. Annar þátturinn í Embedded seríunni er kominn.

UFC hefur haldið 11 bardagakvöld í röð í Las Vegas. Núna fer UFC til Fight Island í Abu Dhabi þar sem næstu bardagakvöld verða.

Í þættinum fáum við að kíkja bakvið tjöldin hjá bardagamönnum helgarinnar. Sijara Eubanks skellir sér í sundlaugina í Abu Dhabi en hún tekur bardagann með skömmum fyrirvara og barðist síðast þann 12. september. Jan Blachowicz tók létta æfingu á hótelinu og Dominick Reyes fór í körfubolta ásamt liði sínu.

Paulo Costa hefur ekkert sést í fyrstu tveimur þáttunum en hann mætir Israel Adesanya á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.