Saturday, April 20, 2024
HomeErlentUFC 257 úrslit

UFC 257 úrslit

UFC 257 fór fram í nótt í Abu Dhabi þar sem þeir Conor McGregor og Dustin Poirier mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Þeir Dustin Poirier og Conor McGregor mættust fyrst í september 2014 þar sem Conor rotaði Poirier í 1. lotu. Poirier hafði því harma að hefna í kvöld.

Poirier byrjaði snemma á að sparka í fætur Conor og fór í fellu á fyrstu mínútu bardagans. Conor kom sér að búrinu og náði að koma sér á lappir. Þar hófst smá „clinch“ barátta upp við búrið áður en þeir urðu viðskilja.

Conor náði strax góðri fléttu og var stungan að hitta vel. Poirier hélt áfram að sparka í fætur Conor og var farið að sjást á kálfa hans eftir spörkin.

Í 2. lotu urðu spörkin enn fleiri og var Conor farinn að finna vel fyrir spörkunum. Hann virtist ekki geta stigið almennilega í fremri fótinn og var sjálfstraust Poirier á hraðri uppleið. Poirier náði að raða inn höggunum upp við búrið og var Conor vankaður. Conor reyndi að hreyfa sig með höggunum en Poirier hélt áfram að hitta þar til Conor féll niður. Poirier fylgdi eftir með góðu höggi í gólfinu og stöðvaði Herb Dean bardagann eftir 2:32 í 2. lotu.

Frábær frammistaða og frábær sigur hjá Dustin Poirier. Poirier hefur sennilega tryggt sér annan titilbardaga með sigrinum en ólíklegt er að Khabib Nurmagomedov snúi aftur. Conor sagðist vera svekktur með frammistöðuna og vill berjast aftur sem fyrst. Hann sagðist hafa barist of lítið síðustu ár og það sé erfitt að vera upp á sitt besta þegar langt er á milli bardaga.

Michael Chandler stimplaði sig rækilega vel inn í UFC með sigri á Dan Hooker. Chandler rotaði Hooker eftir 2:30 í 1. lotu og er kominn í titilbaráttuna. Það verður gríðarlega áhugavert að sjá hvernig toppurinn í léttvigtinni mun þróast á næstunni.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Conor McGregor með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:32 í 2. lotu.
Léttvigt: Michael Chandler sigraði Dan Hooker með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:30 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood sigraði Jessica Eye eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28)
Millivigt: Makhmud Muradov sigraði Andrew Sanchez með tæknilegu rothöggi (flying knee and punches) eftir 2:59 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Marina Rodriguez sigraði Amanda Ribas með tæknilegu rothöggi (elbow and punches) eftir 54 sekúndur í 2. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Hentivigt (157 pund): Arman Tsarukyan sigraði Matt Frevola eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Brad Tavares sigraði Antônio Carlos Júnior eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Julianna Peña sigraði Sara McMann með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:39 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Marcin Prachnio sigraði Khalil Rountree Jr. eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (150 pund): Movsar Evloev sigraði Nik Lentz eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Amir Albazi sigraði Zhalgas Zhumagulov eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular