Friday, March 29, 2024
HomeErlentConor: Erfitt að meðtaka þetta tap

Conor: Erfitt að meðtaka þetta tap

Conor McGregor var svekktur með tapið gegn Dustin Poirier í nótt. Conor vill berjast aftur sem fyrst.

Dustin Poirier kláraði Conor með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Dustin hefndi þar með fyrir tapið árið 2014 en þetta er fyrsta tap Conor eftir rothögg í MMA.

„Ég er mjög sorgmæddur. Það er erfitt að meðtaka þetta. Hæstu hæðir og lægstu lægðir í þessum bransa,“ sagði Conor á blaðamannafundinum eftir tapið.

Dustin Poirier sparkaði ítrekað í kálfa McGregor og átti Conor í erfiðleikum með að verjast spörkunum. „Fóturinn er gjörsamlega dauður. Mér fannst ég vera að checka spörkin en kálfinn og sköflungurinn eru illa farin. Ég hef engar afsakanir. Þetta var frábær frammistaða hjá Dustin. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég ætla að slaka aðeins á, horfa á bardagann og sjá betur hvað fór úrskeiðis. Fóturinn var illa farinn. Ég var að flýta mér aðeins, ekki nógu skilvirkur með höggin mín og náði ekki að aðlagast. Svona er þetta. Það er erfitt að taka þessu.“

Í viðtalinu í búrinu kvaðst Conor hafa verið of lítið í búinu á síðustu árum. Hann hafi ekki náð að berjast nógu mikið og það gengur ekki ef þú ætlar að keppa á hæsta getustigi.

Þetta var fyrsti bardagi Conor síðan í janúar 2020 en hann hefur þrívegist sagst vera hættur í MMA. Conor er staðráðinn í að halda áfram og vill fá meiri tíma í búrinu.

„Ég mun svo sannarlega halda áfram. Ég mun rífa mig af rassgatinu og halda áfram. Svona er þetta. Það eru margir stílar þarna sem passa vel saman, ég og Dustin, ég og Nate [Diaz]. Margir góðir bardagar í boði fyrir mig. Ég mun aðlagast fyrir trílogíuna. Ég er með miklu fleiri vopn sem ég náði ekki að sýna. Þetta var ekki mitt kvöld. Engar afsakanir, ég mun halda áfram.“

Mögulegir bardagar við Nate Diaz og þriðji bardaginn við Dustin Poirier voru nefndir en það á eftir að koma í ljóst hver næstu skref Conor verða.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular