Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 260 Countdown

UFC 260 Countdown

UFC 260 fer fram á laugardaginn og er Countdown þátturinn kominn á sinn stað. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Það verður þungavigtartitillinn sem verður í fyrirrúmi um helgina. Stipe Miocic varði síðast titilinn sinn í ágúst með sigri á Daniel Cormier. Í þetta sinn mætir hann Francis Ngannou en Miocic sigraði hann í janúar 2018. Ngannou hefur svo sannarlega unnið sér inn titilbardaga eftir tapið með fjórum sigrum í röð – allt eftir rothögg í 1. lotu.

Upphaflega áttu að vera tveir titilbardagar á kvöldinu en á laugardaginn greindist fjaðurvigtarmeistarinn Alexander Volkanovski með kórónuveiruna. Bardaga hans gegn Brian Ortega hefur því verið festað.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular