0

UFC 260 Countdown

UFC 260 fer fram á laugardaginn og er Countdown þátturinn kominn á sinn stað. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Það verður þungavigtartitillinn sem verður í fyrirrúmi um helgina. Stipe Miocic varði síðast titilinn sinn í ágúst með sigri á Daniel Cormier. Í þetta sinn mætir hann Francis Ngannou en Miocic sigraði hann í janúar 2018. Ngannou hefur svo sannarlega unnið sér inn titilbardaga eftir tapið með fjórum sigrum í röð – allt eftir rothögg í 1. lotu.

Upphaflega áttu að vera tveir titilbardagar á kvöldinu en á laugardaginn greindist fjaðurvigtarmeistarinn Alexander Volkanovski með kórónuveiruna. Bardaga hans gegn Brian Ortega hefur því verið festað.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.