UFC 260 fer fram á laugardaginn og er Countdown þátturinn kominn á sinn stað. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í aðalbardaga kvöldsins.
Það verður þungavigtartitillinn sem verður í fyrirrúmi um helgina. Stipe Miocic varði síðast titilinn sinn í ágúst með sigri á Daniel Cormier. Í þetta sinn mætir hann Francis Ngannou en Miocic sigraði hann í janúar 2018. Ngannou hefur svo sannarlega unnið sér inn titilbardaga eftir tapið með fjórum sigrum í röð – allt eftir rothögg í 1. lotu.
Upphaflega áttu að vera tveir titilbardagar á kvöldinu en á laugardaginn greindist fjaðurvigtarmeistarinn Alexander Volkanovski með kórónuveiruna. Bardaga hans gegn Brian Ortega hefur því verið festað.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023