spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC hættir við bardagakvöld í London þann 28. febrúar

UFC hættir við bardagakvöld í London þann 28. febrúar

Garry Cook
Garry Cook.

Ákveðið var fyrir tæpum níu mánuðum síðan að halda bardagakvöld í O2 höllinni í London 28. febrúar. Hugsanlega hefði Gunnar Nelson keppt sinn næsta bardaga á þessu kvöldi.

Í seinustu viku gaf UFC út áætlun sína fyrir árið 2015. Þar sem UFC 184 var skráð á sama degi og bardagakvöldið í London átti að eiga sér stað varð mörgum ljóst að UFC 184 hefði tekið yfir viðburðinn í London. Garry Cook, framkvæmdarstjóri UFC í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum, staðfesti í samtali við The MMA Hour að UFC hefði ákveðið að fresta bardagakvöldinu í London.

Ekki er gott að spá fyrir hvar næsti bardagi Gunnars mun fara fram. Næsta UFC-bardagakvöld sem haldið verður í Evrópu er í Stokkhólmi í janúar þar sem Alexander Gustafsson mun berjast gegn Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins. Sjö bardagar hafa nú þegar verið staðfestir á bardagakvöldinu og ekki miklar líkur á að Gunnar bætist þar við. Það gæti því orðið svo að Gunnar berjist næst í Bandaríkjunum.

UFC 184 mun vera æsispennandi kvöld sem inniheldur tvo titilbardaga. Fyrst mun Ronda Rousey loksins keppa gegn Cat Zingano en þær áttu upphaflega að berjast í lok 20. seríu af The Ultimate Fighter. Seinna um kvöldið mun Chris Weidman verja titil sinn gegn Vitor Belfort.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular