Bardagaaðdáendur bíða spenntir eftir endurkomu Jon Jones. Samkvæmt nýjasta orðróminum mun Jones mæta Alexander Gustafsson á síðasta bardagakvöldi ársins.
Jon Jones fékk á dögunum 15 mánaða keppnisbann fyrir fall á lyfjaprófi í júlí 2017. Bannið klárast í lok október og er Jones því að leita að næsta bardaga. Talið var að Jones myndi snúa aftur á UFC 230 í Madison Square Garden þann 3. nóvember en Dana White, forseti UFC, hefur útilokað það.
Samkvæmt heimildum ESPN er UFC að vinna í að bóka Jones gegn Alexander Gustafsson á UFC 232 þann 29. desember í Las Vegas. Fyrri bardagi þeirra var einn besti bardagi í sögu léttþungavigtarinnar og hefur lengi verið beðið eftir annarri viðureign þeirra.
Gustafsson hefur ekkert barist á árinu og ekkert barist síðan í maí 2017. Gustafsson hefur einnig verið orðaður við bardaga gegn Yoel Romero í nóvember en Romero sagði á dögunum að hann væri enn að jafna sig eftir meiðsli.
UFC seriously discussing booking Yoel Romero vs. Alexander Gustafsson at light heavyweight for the MSG card on 11/3, according to multiple sources. The fight isn’t finalized, though. A title would be on the line with both interim and official options discussed.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) September 26, 2018
UFC 232 fer fram þann 29. desember en nú þegar er búið að bóka stóran titilbardaga á því kvöldi þegar þær Amanda Nunes og Cris ‘Cyborg’ Justino mætast um fjaðurvigtartitil kvenna.