spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC reynir að bóka Jon Jones gegn Alexander Gustafsson í lok árs

UFC reynir að bóka Jon Jones gegn Alexander Gustafsson í lok árs

Bardagaaðdáendur bíða spenntir eftir endurkomu Jon Jones. Samkvæmt nýjasta orðróminum mun Jones mæta Alexander Gustafsson á síðasta bardagakvöldi ársins.

Jon Jones fékk á dögunum 15 mánaða keppnisbann fyrir fall á lyfjaprófi í júlí 2017. Bannið klárast í lok október og er Jones því að leita að næsta bardaga. Talið var að Jones myndi snúa aftur á UFC 230 í Madison Square Garden þann 3. nóvember en Dana White, forseti UFC, hefur útilokað það.

Samkvæmt heimildum ESPN er UFC að vinna í að bóka Jones gegn Alexander Gustafsson á UFC 232 þann 29. desember í Las Vegas. Fyrri bardagi þeirra var einn besti bardagi í sögu léttþungavigtarinnar og hefur lengi verið beðið eftir annarri viðureign þeirra.

Gustafsson hefur ekkert barist á árinu og ekkert barist síðan í maí 2017. Gustafsson hefur einnig verið orðaður við bardaga gegn Yoel Romero í nóvember en Romero sagði á dögunum að hann væri enn að jafna sig eftir meiðsli.

UFC 232 fer fram þann 29. desember en nú þegar er búið að bóka stóran titilbardaga á því kvöldi þegar þær Amanda Nunes og Cris ‘Cyborg’ Justino mætast um fjaðurvigtartitil kvenna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular