Wednesday, February 28, 2024
HomeForsíðaAron og Ívar Orri berjast á laugardaginn

Aron og Ívar Orri berjast á laugardaginn

Ívar og Aron.
Mynd: Reykjavík MMA

Tveir keppnismenn úr Reykjavík MMA berjast í MMA á laugardaginn. Þeir Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson keppa á Vison MMA Combat bardagakvöldinu á laugardaginn.

Bardagakvöldið fer fram í Carlisle á Englandi og er þetta þriðja bardagakvöld Vision MMA Combat. Flestir bardagarnir eru áhugamannabardagar og þar munu tveir Íslendingar berjast áhugamannabardaga á laugardaginn.

Ívar Orri mætir Peder Rosada-Svendsen (0-2) í veltivigt en þetta verður fyrsti áhugamannabardagi Ívars. Aron Kevinsson (0-1) mætir svo Paul Corrie (1-4) í léttvigt. Aron tók sín fyrstu skref í MMA á Interclub bardagasenunni (æfingabardagar sem fara ekki á bardagaskorið) og gerði Ívar slíkt hið sama. Aron tók svo sinn fyrsta áhugamannabardaga í júlí á Caged Steel bardagakvöldinu.

Bardagarnir fara fram á laugardagskvöldið og bendum við lesendum á að fylgjast með strákunum á Facebook síðu Reykjavík MMA og Instagram síðu þeirra.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular