UFC mun heimsækja Belfast þann 19. nóvember. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá UFC en þetta verður síðasta UFC bardagakvöldið í Evrópu á þessu ári.
UFC hefur heimsótt Dublin undanfarin tvö ár en í þetta sinn vildu bardagasamtökin heimsækja Norður-Írland. UFC hefur áður heimsótt Belfast en UFC 72 fór fram í Belfast í júní 2007 þar sem þeir Rich Franklin og Yushin Okami mættust í aðalbardaga kvöldsins.
Almenn miðasala hefst þann 23. september en meðlimir í Fight Club aðdáendaklúbbnum geta keypt miða tveimur dögum fyrr eða þann 21. september. Bardagakvöldið fer fram í SSE Arena í Belfast og má búast við um 8.000 miðum í boði.
Gunnar Nelson er auðvitað mjög vinsæll á Írlandi og gæti fengið pláss á bardagakvöldinu.