spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC sviptir Germaine de Randamie titlinum - Bardagi Cyborg og Anderson staðfestur

UFC sviptir Germaine de Randamie titlinum – Bardagi Cyborg og Anderson staðfestur

Eins og kom fram á laugardaginn hermdu heimildir MMA Fighting að þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Megan Anderson mætist á UFC 214. Það hefur nú verið staðfest af UFC sem og sú ákvörðun að svipta fjaðurvigtarmeistarann titlinum.

UFC sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að Germaine de Randamie hefði verið svipt titlinum:

„UFC hefur látið Germaine de Randamie og teymið hennar vita að hún sé ekki lengur fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC vegna tregðu hennar við að berjast við áskoranda nr. 1, Cris ‘Cyborg’ Justino. Þar af leiðandi mun áskorandinn Justino mæta fjaðurvigtarmeistara Invicta FC, Megan Anderson, um fjaðurvigtartitil UFC í næstsíðasta bardaganum á UFC 214. UFC setur þá kröfu að meistarar taki bardögum gegn topp áskorendum í þeirra þyngdarflokkum til að halda heillindum íþróttarinnar.“

Annar bardaginn í sögu fjaðurvigtar kvenna í UFC verður því einnig titilbardagi. Germaine de Randamie vann beltið þegar hún sigraði Holly Holm á UFC 208 í febrúar. Hún neitaði hins vegar að berjast við Cyborg og kallaði hana svindlara. Óljóst er hver næstu skref de Randamie verða en líklegast fer hún aftur í bantamvigt.

Bardagi Cyborg og Megan Anderson fer fram á UFC 214 þann 29. júlí en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jon Jones og Daniel Cormier.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular