spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUmboðsmaður Jon Jones staðfestir að anabólískur steri hafi fundist í lyfjaprófi Jones

Umboðsmaður Jon Jones staðfestir að anabólískur steri hafi fundist í lyfjaprófi Jones

Malki Kawa, umboðsmaður Jon Jones, staðfestir að anabólíski sterinn Turinabol hafi fundist í lyfjaprófi Jon Jones. Hann er handviss um að efnið hafi komið úr fæðubótarefni en þetta sagði hann í The MMA Hour í gær.

Á þriðjudaginn kom í ljós að Jon Jones hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardagann gegn Daniel Cormier á UFC 214. Líklegast verður bardaginn dæmdur ógildur og Jon Jones sviptur titlinum.

Malki Kawa staðfesti í gær að anabólíski sterinn Turinabol hafi fundist í lyfjaprófinu. Turinabol var mikið notaður af Ólympíuliði Austur-Þjóðverja á árunum 1960 til 1990.

„Ég þori að veðja upp á mitt eigið líf að þetta er eftir menguð fæðubótarefni,“ sagði Kawa. Jones og hans lið ætla að bíða eftir að niðurstöður B-sýnisins áður en búast má við þeim niðurstöðum á næstu tveimur vikum. Kawa segir að Jones sé gjörsamlega eyðilagður yfir fréttunum.

Niðurstöður lyfjaprófsins komu Jones og hans liði gríðarlega á óvart. „Jon stóðst tvö óvænt lyfjapróf utan keppnis þann 6. og 7. júlí. Jon hefur innbyrt eitthvað frá þeim degi til dagsins fyrir bardagann.“

Bardagamenn í UFC geta átt von á því að gangast undir lyfjapróf allan ársins hring, hvort sem þeir eru með bardaga á dagskrá eða ekki. USADA getur mætt hvenær sem er og tekið þig í lyfjapróf en Jones stóðst öll óvæntu lyfjaprófin.

„Hann stenst öll þessi óvæntu lyfjapróf en fellur á eina prófinu sem við vissum nákvæmlega hvenær færi fram? Það er eitthvað sem er ekki rétt við þetta. Ég geri ráð fyrir að þetta séu fæðubótarefnin sem hann tók. Við þurfum bara að sjá hvað hann tók þennan mánuð, á þessu þriggja vikna tímabili og vinna okkur þaðan.“

„Ég þekki Jon betur en nokkur annar. Þessi maður svindlar ekki. Hann hefur enga ástæðu til þess. Hann stenst sjö óvænt lyfjapróf en fellur á eina lyfjaprófinu sem hann vissi hvenær færi fram. Það er mjög skrítið og þetta stenst enga skoðun.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular