Sunday, May 26, 2024
HomeForsíðaUpphitun fyrir lokakvöld The Ultimate Fighter 18: Team Rousey vs. Team Tate...

Upphitun fyrir lokakvöld The Ultimate Fighter 18: Team Rousey vs. Team Tate (þriðji hluti)

Í kvöld fara úrslit átjándu þáttaraðar raunveruleikaþáttarins The Ultimate Fighter (TUF) fram í Las Vegas. Þetta er fyrsta þáttaröðin sem konur hafa tekið þátt í og í kvöld mun fyrsti kvenkyns sigurvegari TUF verða krýndur.

Aðalbardagi kvöldsins er þriðja viðureign Gray Maynard og Nate Diaz.

 

Nate Diaz vs. Gray Maynard – Léttvigt

Nate Diaz og Gray Maynard mættust fyrst þegar þeir voru keppendur í fimmtu þáttaröð TUF og Diaz sigraði með guillotine-hengingu í annarri lotu. Þeir mættust aftur árið 2010 í UFC og þá náði Maynard að merja sigur í klofnum dómaraúrskurði eftir mjög jafnan og spennandi bardaga sem var sannkallað „slugfest“. Í kvöld kemur svo í ljós hver vinnur tvo af þremur.

Nate Diaz er án vafa einn af bestu bardagamönnunum í léttvigt og barðist í desember 2012 við Benson Henderson um léttvigtartitilinn eftir að hafa unnið þrjá bardaga í röð. Hann tapaði þeim bardaga í dómaraúrskurði og var síðan sigraður í apríl með tæknilegu rothöggi af Josh Thompson eftir að hafa fengið fast spark í höfuðið. Hann vonast nú til að halda stöðu sinni meðal bestu bardagamanna í deildinni og sigur á hinum öfluga Gray Maynard myndi sannarlega tryggja það.

Diaz er afar fær boxari með mjög nákvæm högg og góða fótavinnu en hann hendir ekki föstum höggum, heldur mörgum. Þannig reynir hann að þreyta andstæðinginn og brjóta hann niður. Ef hann fer í jörðina er hann svo með frábært BJJ og hefur unnið ellefu af sextán sigrum sínum með uppgjöf.

Gray Maynard er töluvert ólíkur bardagamaður, en líkt og Diaz er hann einn albesti bardagamaður deildarinnar. Hann barðist tvisvar um léttvigtartitilinn gegn Frankie Edgar, en fyrsti bardaginn endaði í jafntefli.

Bakgrunnur hans er í háskólaglímunni þar sem hann keppti í fyrstu deild NCAA og glímutæknin hans hefur þjónað honum mjög vel í MMA. Hann er höggþungur og fínn boxari en hefur þó aðeins tvisvar náð að enda bardaga með höggum. Níu af ellefu sigrum hans hafa komið með dómaraúrskurði en hann er samt ekki leiðinlegur bardagamaður því hann er árásargjarn, fleygir þungum höggum og er góður í að blanda saman höggum og fellum.

Maynard mun líklega reyna að yfirbuga Diaz standandi og það kæmi ekki á óvart ef hann verður óhræddur við uppgjafartökin hans Diaz og reynir fellur. Hann er líklega mun sterkari en Diaz og ætti að geta notað það til að halda Diaz niðri. Hann hefur aldrei tapað með uppgjöf, en það er aldrei að vita nema Diaz nái að læsa einhverju á hann því hann er afar slyngur á gólfinu.

Spá MMA frétta: Maynard nær yfirhöndinni smám saman með þungum höggum og vel tímasettum fellum og sigrar í dómaraúrskurði.

Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular