spot_img
Thursday, January 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUpphitun: UFC Fight Night 32: Belfort vs. Henderson (þriðji hluti – aðal...

Upphitun: UFC Fight Night 32: Belfort vs. Henderson (þriðji hluti – aðal bardaginn)

Vitor-Belfort-vs-Dan-Henderson

Það er ansi magnað að hugsa til þess að Vitor Belfort tók þátt í UFC 12, 13 og 15 árið 1997. Það eru 16 ár síðan! Dan Henderson barðist svo í UFC 17 einu ári síðar. Þessir kappar hafa báðir barist við alla þá bestu og hafa fyrir löngu tryggt sér sess í sögu MMA. Ferlar þeirra eru skrautlegir en báðir hafa unnið titla og báðir áttu góða syrpu í Pride. Henderson vann tvo titla í Pride en hefur aldrei náð að verða UFC meistari. Belfort náði þeim áfanga, þó gleymist oft að minnast á að það var út af óhappi í UFC 46 þegar augað á Randy Couture skaddaðist og hann gat ekki haldið áfram. Bara lítið smáatriði.

Það er ótrúlegt að þeir skulu báðir vera að berjast við þá bestu í heiminum, Belfot er ennþá bara 36 ára en Henderson er orðinn 43 ára! Randy Couture var reyndar 48 ára þegar hann hætti svo það er ekki einsdæmi (svo ekki sé minnst á Bernard Hopkins). Bleiki fíllinn í herbergi er auðvitað umdeilda TRT (testosterone replacement therapy) meðferðin sem báðir þessir menn nota. TRT er í raun ekkert annað en löglegir sterar og spila alveg örugglega stórt hlutverk í að lengja feril þessa tveggja.

UFC 139: Shogun v Henderson

Belfort og Henderson mættust áður í Pride 32 árið 2006. Þá sigraði Henderson nokkuð örugglega nánast eingöngu með því að nota sinn helsta styrk sem er glíman. Núna, sjö árum síðar, mætast þeir aftur og spurningin er, getur Henderson gert það sama aftur?

Belfort er búinn að vera á mikilli siglingu undanfarið og virðist vera búinn að bæta sig í glímunni. Það er erfiðara að ná honum niður og hann er meira farinn að nota jiu jitsu á gólfinu en áður. Hver getur gleymt því þegar hann var nálægt því að sigra Jon Jones með „armbar“? Það eru hins vegar hendurnar á Belfort sem eru alltaf hans hættulegasta vopn. Hendurnar hans flæða með leifuturhraða og hann er með höggþyngd sem getur slökkt á mönnum eins og ljósapera. Belfort virðist hafa æft spörkin sín vel undanfarið en hann hefur unnið síðustu tvo andstæðinga sína á haussparki (Luke Rockhold og Michael Bisping).

Hér klárar Belfort Anthony Johnson í UFC 142:

Henderson vantar heldur ekki höggþyngd en hann er allt öðruvísi bardagamaður en Belfort. Henderson er frægur fyrir þunga hægri hönd sem hefur verið kölluð The H Bomb. Að neðan er hann einmitt að nota hana á Michael Bisping. Henderson er þó í grunninn Greco-Roman glímumaður og getur notað þá hæfileika til að fella Belfort og klára hann á gólfinu.

Hér er Henderson að rota Michael Bisping í UFC 100:

Spá MMAfrétta: Þetta er bardagi eins og bardagi Henderson á móti Shogun Rua. Stílarnir eru þannig að þetta gæti orðið svakalegt stríð og það er það sem er svo spennandi við þennan bardaga. Ég held að Belfort sé orðinn mun betri en áður í að stoppa fellur og koma sér upp af gólfinu. Báðir hafa stundum lent í vandræðum með úthald sem gæti orðið vandamál í fimm lotu bardaga. Að mati höfundar er Belfort ferskari og hungraðri. Hann gæti unnið þennan bardaga mögulega með tæknilegu rothöggi í fjórðu eða fimmtu lotu. Þessi bardagi er gríðarlega mikilvægur í ferli þessara tveggja. Ef þeir vilja ná sér í annað belti verða þeir að vinna þennan bardaga.

belfort-rockhold

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular