Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaUpplýsingar um miðasölu fyrir UFC í Dublin

Upplýsingar um miðasölu fyrir UFC í Dublin

Þann 19. júlí fer fram UFC í Dublin þar sem Gunnar Nelson mætir Zak Cummings og Conor McGregor mætir Cole Miller. Miðasalan hefst í vikunni og munu miðarnir fara hratt út.

Það er um að gera að hafa hraðar hendur því UFC viðburðir í Evrópu eiga það til að seljast upp á skömmum tíma. Sem dæmi seldist upp á UFC í Svíþjóð á aðeins þremur tímum. Miðaverð er á bilinu 9.500 – 33.000 krónur en einnig eru VIP miðar í boði en þeir dýrustu kosta um 237.000 krónur.

Almenn miðasala hefst á föstudaginn 6. júní kl 8.00 að íslenskum tíma. Svo kallaðir Fight Club Membership miðar fara í sölu á miðvikudag en þeir gefa meðlimum kost á að versla miða á undan almenningi. Þó skal hafa í huga að þessi sæti eru oft með slakari sætum í húsinu og því ekki víst að það borgi sig að eltast við það.

Hins vegar getur borgað sig að skrá sig fyrir fréttabréfi UFC á ufc.com (efst á forsíðunni), því á fimmtudag hefst miðasala fyrir þá sem skráðir eru í fréttabréfshópinn. Meðlimir fá þá sendan kóða sem nota má inni á Ticketmaster vefnum. Sú miðasala hefst fimmtudaginn 5. júní kl 8.00.

Miðasala fyrir FightClub, Newsletter og almenning fer fram í gegnum vef Ticketmaster hér.

o2 arena

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular