Hvítur á leik var haldið í þriðja sinn í dag. Mótið var haldið í húsakynnum VBC en tæplega 50 keppendur frá sjö félögum tóku þátt.
Mótið er ætlað hvítbeltingum í brasilísku jiu-jitsu þar sem minna reyndari keppendur fá að spreyta sig. Þetta er eina mótið á Íslandi sem er einungis fyrir hvítbeltinga.
VBC sigraði flesta flokka eða fjóra talsins. Það voru þau Sigurður Jón Sigurðsson úr Mjölni og Hulda Margrét Hauksdóttir úr Pedro Sauer sem sigruðu opna flokkana. Hilda Margrét sigraði einnig -74 kg flokk kvenna og var því tvöfaldur sigurvegari í dag.
Tvær ofurglímur fóru einnig fram í dag. Júdómaðurinn Sveinbjörn Iura úr Ármanni sigraði Igor Gladun (Freestyle wrestling) með uppgjafartaki. Halldór Logi Valsson úr Fenri sigraði Eggert Djaffer úr Mjölni með uppgjafartaki.
Hér má sjá úrslit dagsins:
-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Kolka Rós (VBC)
2. sæti: Halla Björg Ólafsdóttir (VBC)
-74 kg flokkur kvenna
1. sæti: Hulda Margrét Hauksdóttir (Pedro Sauer)
2. sæti: Hafdís Erla Helgadóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ingibjörg Gylfadóttir (VBC)
-70 kg flokkur karla
1. sæti: Alfreð Steinmar Hjaltason (Fenrir)
2. sæti: Sigurður Marías Sigurðsson (Mjölnir)
3. sæti: Ægir Már Baldvinsson (Sleipnir)
-76 kg flokkur karla
1. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)
2. sæti: Birkir Ólafsson (VBC)
3. sæti: Jeremy Francis Aclipen (Mjölnir)
-82,3 kg flokur karla
1. sæti: Stefán Ingi Jónsson (VBC)
2. sæti: Brynjar Freyr Jónsson (Gleipnir)
3. sæti: Guðni Guðmundsson (Mjölnir)
-94,3 kg flokkur karla
1. sæti: Anton Logi Sverrisson (VBC)
2. sæti: Karl Óskar Smárason (Mjölnir)
+100 kg flokkur karla
1. sæti: Árni Gils Hjaltason (Mjölnir)
2. sæti: Gunnar Gústav Logason (Sleipnir)
3. sæti: Sigurður Jón Sigurðsson (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Hulda Margrét Hauksdóttir (Pedro Sauer)
2. sæti: Sigurlaug Sturlaugsdóttir (VBC)
3. sæti: Kolka Rós (VBC)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Sigurður Jón Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Stefán Ingi Jónsson (VBC)
3. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)