spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 197

Úrslit UFC 197

ufc 197UFC 197 var að klárast þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Óhætt er að segja að bardagakvöldið hafi verið afar góð skemmtun í það heila en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Jon Jones var augljóslega ryðgaður þegar hann mætti Ovince Saint Preux og var hann ekki sáttur með eigin frammistöðu. Jones verður að gera betur ef hann ætlar að vinna Daniel Cormier. Ovince Saint Preux getur vel við unað að hafa farið fimm lotur með einum þeim besta. Hann virtist vera sáttur með að tapa eftir dómaraákvörðun í stað þess að verða kláraður og gerði lítið til að reyna að vinna.

Maður kvöldsins er án efa Demetrious Johnson sem valtaði yfir Henry Cejudo í 1. lotu og kláraði hann með tæknilegu rothöggi. Frábær frammistaða hjá Johnson og spurning hvort hann muni skipa efsta sætið á styrkleikalista UFC yfir bestu bardagamenn heims á mánudaginn kemur.

Hér má sjá öll úrslit kvöldsins:

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Jon Jones sigraði Ovince Saint Preux eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Demetrious Johnson sigraði Henry Cejudo með tæknilegu rothöggi eftir 2:49 í 1. lotu.
Léttvigt: Edson Barboza sigraði Anthony Pettis eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Robert Whittaker sigraði Rafael Natal eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Yair Rodríguez sigraði Andre Fili með rothöggi eftir 2:15 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Fluguvigt: Sergio Pettis sigraði Chris Kelades eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Danny Roberts sigraði Dominique Steele eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Juliana Lima eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: James Vick sigraði Glaico França Decision eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Þungavigt: Walt Harris sigraði Cody East með tæknilegu rothöggi eftir 4:18 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Marcos Rogério de Lima sigraði Clint Hester með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:35 í 1. lotu.
Léttvigt: Kevin Lee sigraði Efrain Escudero eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular