Sunday, April 14, 2024
HomeErlentHversu oft sögðu þeir „Conor“ á blaðamannafundinum á föstudaginn?

Hversu oft sögðu þeir „Conor“ á blaðamannafundinum á föstudaginn?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC hélt stóran blaðamannafund á föstudaginn fyrir UFC 200 og International Fight Week sem fram fer í sumar. Þrátt fyrir að Conor McGregor hafi ekki verið á svæðinu var mikið talað um hann.

Eins og fram hefur komið mun Conor McGregor ekki keppa við Nate Diaz á UFC 200 eins og til stóð. McGregor vildi ekki taka þátt í kynningarherferð UFC fyrir bardagann af eins miklum mæli og bardagasamtökin og óskaði eftir svigrúmi sem var ekki veitt. UFC tók hann því af bardagakvöldinu.

Það var auðvitað mikið tala um Conor McGregor á blaðamannafundinum á föstudaginn. Nate Diaz var á sínum stað og sagðist hafa engan áhuga á að berjast við neinn annan en Conor McGregor á UFC 200.

Í þessu myndbandi er búið að telja hversu oft nafn Conor bar á góma á föstudaginn. Á þessum 50 mínútum sem blaðamannafundurinn fór fram var Conor nefndur 53 sinnum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular