0

Conor McGregor heldur því fram að hann muni berjast á UFC 200

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor lýsti því yfir á Twitter fyrir skömmu að hann muni berjast á UFC 200 eftir allt saman. Engin tilkynning hefur komið frá UFC hingað til.

McGregor vildi ekki taka þátt í kynningarherferð fyrir UFC 200 af eins miklum mæli eins og UFC óskaði eftir. Því var hann tekinn af UFC 200 en Dana White, forseti UFC, sagði á sérstökum blaðamannafundi á föstudaginn að það væri ekki sanngjarnt að McGregor gæti sleppt blaðamannafundum á meðan aðrir yrðu neyddir til þess.

Þetta gæti verið samningatækni hjá McGregor enda hefur ekki komið nein staðfesting frá UFC. Í færslunni þakkar hann Dana White og Lorenzo Fertitta (einn af eigendum UFC) fyrir að setja saman þennan bardaga fyrir aðdáendur.

Ekki er hægt að staðfesta að McGregor verði á UFC 200 fyrr en formleg tilkynning komi frá UFC. Kannski er þetta bara enn einn leikurinn hjá Íranum.

John Morgan hjá MMA Junkie er vel tengdur í MMA heiminum en hefur ekki heyrt neitt frá UFC varðandi bardagann.

Núna bíðum við bara spennt eftir tilkynningu frá UFC.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply