Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentConor McGregor heldur því fram að hann muni berjast á UFC 200

Conor McGregor heldur því fram að hann muni berjast á UFC 200

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor lýsti því yfir á Twitter fyrir skömmu að hann muni berjast á UFC 200 eftir allt saman. Engin tilkynning hefur komið frá UFC hingað til.

McGregor vildi ekki taka þátt í kynningarherferð fyrir UFC 200 af eins miklum mæli eins og UFC óskaði eftir. Því var hann tekinn af UFC 200 en Dana White, forseti UFC, sagði á sérstökum blaðamannafundi á föstudaginn að það væri ekki sanngjarnt að McGregor gæti sleppt blaðamannafundum á meðan aðrir yrðu neyddir til þess.

Þetta gæti verið samningatækni hjá McGregor enda hefur ekki komið nein staðfesting frá UFC. Í færslunni þakkar hann Dana White og Lorenzo Fertitta (einn af eigendum UFC) fyrir að setja saman þennan bardaga fyrir aðdáendur.

Ekki er hægt að staðfesta að McGregor verði á UFC 200 fyrr en formleg tilkynning komi frá UFC. Kannski er þetta bara enn einn leikurinn hjá Íranum.

John Morgan hjá MMA Junkie er vel tengdur í MMA heiminum en hefur ekki heyrt neitt frá UFC varðandi bardagann.

Núna bíðum við bara spennt eftir tilkynningu frá UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular