spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 202 - Conor hefndi fyrir tapið í ótrúlegum bardaga

Úrslit UFC 202 – Conor hefndi fyrir tapið í ótrúlegum bardaga

ufc 202UFC 202 lofaði góðu fyrirfram og er óhætt að segja að kvöldið hafi staðið undir væntingum. Conor McGregor og Nate Diaz mættust í aðalbardaga kvöldsins var bardaginn ótrúleg skemmtun.

Þetta bardagakvöld verður lengi í minnum haft. Aðeins þrír af 12 bardögum kvöldsins fóru allar þrjár loturnar og mátti sjá mörg glæsileg tilþrif.

Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz var stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda og mun vera meðal bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp. Conor byrjaði mjög vel og kýldi Nate nokkrum sinnum niður fyrstu tvær loturnar. Eftir það fór Nate Diaz að saxa á Conor og virtist Conor vera orðinn þreyttur í 2. lotu. Hann náði þó að bíta á jaxlinn og var ferskari í 4. lotu. Tveir dómarar gáfu Conor McGregor sigurinn á meðan sá þriðji dæmdi bardagann jafntefli í ótrúlegum bardaga.

Anthony Johnson var ekki lengi með Glover Teixeira og kláraði hann eftir aðeins 12 sekúndur með rothöggi. Aðalhluti bardagakvöldsins var frábær skemmtun en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Veltivigt: Conor McGregor sigraði Nate Diaz eftir meirihluta dómaraákvödðun (48-47, 47-47, 48-47).
Léttþungavigt: Anthony Johnson sigraði Glover Teixeira með rothöggi eftir 13 sekúndur í 1. lotu.
Veltivigt: Donald Cerrone sigraði Rick Story með tæknilegu rothöggi eftir 2:02 í 2. lotu.
Veltivigt: Mike Perry sigraði Hyun Gyu Lim með tæknilegu rothöggi eftir 3:38 í 1. lotu.
Veltivigt: Tim Means sigraði Sabah Homasi með tæknilegu rothöggi eftir 2:56 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Bantamvigt: Cody Garbrandt sigraði Takeya Mizugaki með tæknilegu rothöggi eftir 48 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Raquel Pennington sigraði Elizabeth Phillips eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Artem Lobov sigraði Chris Avila eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Cortney Casey sigraði Randa Markos með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:34 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Lorenz Larkin sigraði Neil Magny með tæknilegu rothöggi eftir 4:08 í 1. lotu.
Veltivigt: Colby Covington sigraði Max Griffin með tæknilegu rothöggi eftir 2:18 í 3. lotu.
Millivigt: Marvin Vettori sigraði Alberto Uda með uppgjafartaki (guillotine henging) eftir 4:30 í 1. lotu.

conor nate

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular