spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 207 - Nunes fór létt með Rondu

Úrslit UFC 207 – Nunes fór létt með Rondu

UFC 207 fór fram fyrr í kvöld þar sem Amanda Nunes mætti Rondu Rousey í aðalbardaga kvöldsins. Nunes gjörsigraði Rondu á innan við mínútu.

Amanda Nunes fór leikandi létt með Ronda Rousey og kláraði hana eftir 48 sekúndur í 1. lotu. Ronda náði ekki einu höggi á Nunes og raðaði Nunes inn höggunum að vild. Nunes tókst því að verja beltið og hélt þvílíka ræðu eftir bardagann.

Cody Garbrandt er nýr bantamvigtarmeistari karla! Garbrandt kom mörgum á óvart og sigraði Dominick Cruz eftir frábærar fimm lotur. Fyrirfram töldu flestir að ef Garbrandt myndi vinna yrði það eftir rothögg snemma í bardaganum en Garbrandt sigraði þrjár lotur og kýldi Cruz nokkrum sinnum niður. Frammistaðan var hreinlega frábær hjá Garbrandt og er ný stjarna fædd.

Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Ronda Rousey með tæknilegu rothöggi eftir 48 sekúndur í 1. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt: Cody Garbrandt sigraði Dominick Cruz eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: T.J. Dillashaw sigraði John Lineker eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Dong Hyun Kim sigraði Tarec Saffiedine eftir klofna dómaraákvörðun.
Hentivigt (129,5 pund): Ray Borg sigraði Louis Smolka  eftir dómaraákvörðun

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Hentivigt (173,5 pund): Neil Magny sigraði Johny Hendricks eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Antônio Carlos Júnior sigraði Marvin Vettori eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alex Garcia sigraði Mike Pyle með rothöggi eftir 3:34 í 1. lotu.
Veltivigt: Niko Price sigraði Brandon Thatch með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:30 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Bardagi Alex Oliveira og Tim Means var dæmdur ógildur eftir ólöglegt hné.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular