spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Arlovski vs. Barnett

Úrslit UFC Fight Night: Arlovski vs. Barnett

Arlovski-vs-BarnettUFC hélt bardagakvöld í Hamburg fyrr í kvöld. Þeir Andrei Arlovski og Josh Barnett mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Upphitunarbardagarnir voru ekki bestu bardagar heims en aðalhluti bardagakvöldsins var skemmtilegur. Josh Barnett og Andrei Arlovski slógust eins og gamlir hundar og var byrjun bardagans stórskemmtileg. Þeir skiptust á að kýla hvorn annan niður í 1. lotu en Barnett náði yfirhöndinni og kláraði Arlovski með hengingu í 3. lotu. Þetta var fyrsta tap Arlovski eftir hengingu á ferlinum.

Alexander Gustafsson kom til baka og sigraði Jan Blachowicz eftir dómaraákvörðun. Gustafsson var í vandræðum standandi og fór þess í stað mikið í fellur. Blachowicz átti fá svör gegn Gustafsson í gólfinu og sigraði Svíinn örugglega.

Sigur Ryan Bader á Ilir Latifi verður sennilega ofarlega á listum yfir rothögg ársins. Í 2. lotu smellhitti Bader með hné í höfuð Latifi og getur Bader verið sáttur með þennan sigur. Hér má svo sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Josh Barnett sigraði Andrei Arlovski með hengingu (rear naked choke) eftir 2:56 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Alexander Gustafsson sigraði Jan Błachowicz eftir einróma dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Ryan Bader sigraði Ilir Latifi með rothöggi (hné) eftir 2:06 í 2. lotu.
Léttvigt: Nick Hein sigraði Tae Hyun Bang eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar:

Veltivigt: Jessin Ayari sigraði Jim Wallhead eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Peter Sobotta sigraði Nicolas Dalby eftir einróma dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Ashlee Evans-Smith sigraði Veronica Macedo með tæknilegu rothöggi eftir 3:14 í 3. lotu.
Bantamvigt: Taylor Lapilus sigraði  Leandro Issa eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Christian Colombo og Jarjis Danho háðu jafntefli eftir meirihluta dómaraákvörðun (29-27, 28-28, 28-28).
Millivigt: Jack Hermansson sigraði Scott Askham eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Rustam Khabilov sigraði Leandro Silva eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular