spot_img
Wednesday, January 1, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Gustafsson vs. Smith

Úrslit UFC Fight Night: Gustafsson vs. Smith

UFC var með bardagakvöld í Stokkhólmi í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alexander Gustafsson og Anthony Smith en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagi Smith og Gustafsson var taktískur framan af og voru báðir nokkuð varkárir til að byrja með og þá sérstaklega Gustafsson. Þriðja lotan var góð hjá Gustafsson en í 4. lotu komst Smith ofan í gólfinu eftir misheppnað kast hjá Svíanum. Smith komst á bakið og náði að fletja Gustafsson út í gólfinu. Þar náði hann þungum höggum inn, komst undir hökuna á Gustafsson og kláraði með hengingu. Flottur sigur hjá Smith en Gustafsson sagðist vera hættur eftir bardagann og skildi hanskana eftir í búrinu.

Alexander Rakic náði svo rosalegu rothöggi á Jimi Manuwa í næstsíðasta bardaga kvöldsins og verður það án efa ofarlega á listum yfir bestu rothögg árisns 2019. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Anthony Smith sigraði Alexander Gustafsson með uppgjafartaki Submission (rear naked choke) eftir 2:38 í 4. lotu.
Léttþungavigt: Aleksandar Rakić sigraði Jimi Manuwa með rothöggi eftir 42 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Makwan Amirkhani sigraði Chris Fishgold með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 4:25 í 2. lotu.
Léttvigt: Christos Giagos sigraði Damir Hadžović eftir dómaraákvörðun (29-27, 29-27, 29-28).
Fjaðurvigt: Daniel Teymur sigraði Sung Bin Jo eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).         

ESPN2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Sergey Khandozhko sigraði Rostem Akman eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Lina Länsberg sigraði Tonya Evinger eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Leonardo Santos sigraði Stevie Ray með rothöggi eftir 2:17 í 1. lotu.
Léttvigt: Frank Camacho sigraði Nick Hein með tæknilegu rothöggi eftir 4:56 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Bea Malecki sigraði Duda Santana með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:59 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Devin Clark sigraði Darko Stošić eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Joel Alvarez sigraði Danilo Belluardo með tæknilegu rothöggi eftir 2:22 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular