UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Síle í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Demian Maia og Kamaru Usman en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Bardagakvöldið var skemmtilegt á heildina og mikið af skemmtilegum atvikum sem átti sér stað. Kamaru Usman sigraði Demian Maia í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn var einhliða og fremur óspennandi. Maia náði aldrei að taka Usman niður og Usman hafði betur í standandi viðureign.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Veltivigt: Kamaru Usman sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun (50-45, 49-46, 49-46).
Strávigt kvenna: Tatiana Suarez sigraðiAlexa Grasso með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:44 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Dominick Reyes sigraði Jared Cannonier með tæknilegu rothöggi eftir 2:55 í 1. lotu.
Bantamvigt: Guido Cannetti sigraði Diego Rivas eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Fluguvigt kvenna: Andrea Lee sigraði Veronica Macedo eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Chad Laprise með rothöggi eftir 4:16 í 1. lotu.
Fox Sports 2 upphitunarbardagar:
Veltivigt: Michel Prazeres sigraði Zak Cummings eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Alexandre Pantoja sigraði Brandon Moreno eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Poliana Botelho sigraði Syuri Kondo með tæknilegu rothöggi eftir 33 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Gabriel Benítez sigraði Humberto Bandenay með rothöggi (slamm og högg) eftir 39 sekúndur í 1. lotu.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Fjaðurvigt: Enrique Barzola sigraði Brandon Davis eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Frankie Saenz sigraði Henry Briones eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Claudio Puelles sigraði Felipe Silva með uppgjafartaki (kneebar) eftir 2:33 í 3. lotu.