spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: McDonald vs. Lineker

Úrslit UFC Fight Night: McDonald vs. Lineker

ufc-sioux-falls-picksÍ gær fór fram fjórða bardagakvöldið í UFC á einni viku. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt en aðeins þrír af 12 bardögum kvöldsins fóru allar loturnar.

John Lineker náði enn einu rothögginu þegar hann rotaði Michael McDonald í 1. lotu. Hann er núna 3-0 í bantamvigtinni og verður gaman að sjá hvern hann fær næst. Lando Vannata átti mjög góða frammistöðu gegn Tony Ferguson. Ferguson átti í miklu basli með hann en náði þó að sigra eftir D’Arce hengingu í 2. lotu. Þetta var áttundi sigur Ferguson í röð og í þriðja sinn sem hann sigrar með D’Arce hengingu í UFC.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér:

Aðalhluti bardagakvöldsins (Fox Sports 1)

Bantamvigt: John Lineker sigraði Michael McDonald með rothöggi eftir 2:43 í 1. lotu.
Léttvigt: Tony Ferguson sigraði Lando Vannata með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 2:22 í 2. lotu.
Millivigt: Tim Boetsch sigraði Josh Samman með tæknilegu rothöggi eftir 3:49 í 2. lotu.
Þungavigt: Daniel Omielańczuk sigraði Oleksiy Oliynyk eftir meirihluta dómaraákvörðun.
Veltivigt: Keita Nakamura sigraði Kyle Noke með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:59 í 2. lotu.
Fluguvigt: Louis Smolka sigraði Ben Nguyen með tæknilegu rothöggi eftir 4:41 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Bantamvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigraði Lauren Murphy eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Sam Alvey sigraði Eric Spicely með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:43 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Cortney Casey sigraði Cristina Stanciu með tæknilegu rothöggi eftir 2:36 í 1. lotu.
Léttvigt: Scott Holtzman sigraði Cody Pfister eftir einróma dómaraákvörðun

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Bantamvigt: Rani Yahya sigraði  Matthew Lopez með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 4:19 í 3. lotu.
Millivigt: Alex Nicholson sigraði Devin Clark með rothöggi eftir 4:57 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular