spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVBC með tvo keppendur í Muay Thai í Svíþjóð um helgina

VBC með tvo keppendur í Muay Thai í Svíþjóð um helgina

VBC sendir frá sér tvo keppendur á Muay Thai kvöld í Svíþjóð um helgina. Þeir Þórður Bjarkar og Adrian Drążkiewicz keppa á West Coast Battle 9 bardagakvöldinu á laugardaginn.

Bardagarnir fara fram undir Semi-Pro reglum en þar eru olnbogar og hné í haus leyfileg. Þórður er 3-2 undir Semi-Pro reglum en er með um 8 Muay Thai bardaga í heildina. Hann mætir Teo Sittirak (6-1) frá 5-Star í Svíþjóð.

Þórður Bjarkar.

Adrian Drążkiewicz er 2-1 í Muay Thai en hefur einnig keppt í boxi og MMA. Hann mætir Keiwan Abidi frá Halmstad Muay Thai.

Strákarnir halda utan á fimmtudagsmorgni en með þeim í för verður þjálfarinn Kjartan Valur Guðmundsson. Hægt er að fylgjast með strákunum á Snapchatti MMA Frétta á laugardaginn.

Snapchat: mmafrettir

Adrian Drążkiewicz.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular