spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVerður bardaginn um helgina sá síðasti á ferli Demian Maia?

Verður bardaginn um helgina sá síðasti á ferli Demian Maia?

Demian Maia mætir Belal Muhammad á UFC 263 um helgina. Maia segir að þetta gæti verið hans síðasti bardagi á ferlinum en það veltur á frammistöðunni.

Demian Maia er orðinn 43 ára gamall og veit að hann á lítið eftir. Bardaginn hans um helgina er hans síðasti á núverandi samningi við UFC en hann gæti viljað halda áfram.

„Ferillinn er að klárast, þetta gæti verið minn síðasti bardagi. En ég hef verið að standa mig svo vel á æfingum og finnst eins og ég gæti tekið einn í viðbót, jafnvel tvo, eftir bardagann um helgina,“ sagði Maia á blaðamannafundi í vikunni.

„Stundum skilar frammistaðan á æfingum sér ekki í bardagann. Ef frammistaðan um helgina verður góð og UFC og Dana vilja að ég taki einn bardaga í viðbót mun ég gera það. Ef ekki, þá verður þetta minn síðasti bardagi.“

Maia hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í mars í fyrra. Fram að því vann hann þrjá bardaga í röð og er núna með næstflesta sigra (22) í sögu UFC á eftir Donald Cerrone. Maia langar að eiga metið yfir flesta sigra í sögu UFC og gæti því freistast til að berjast lengur.

Maia mætir Belal Muhammad um helgina sem situr í 12. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni. Belal vann fjóra bardaga í röð þar til hann mætti Leon Edwards fyrr á árinu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur eftir augnpot Edwards.

Maia talaði vel um Belal fyrir bardagann. „Hann er flottur og á uppleið, klárlega að þróast sem bardagamaður. Hann er góður glímumaður en á síðustu árum hefur hann verið að bæta sig standandi og treystir getunni sinni þar. Eins og allir á topp 15 þá er hann harður bardagamaður. Þetta verður ekki auðveldur bardagi en ég hef verið í þessari stöð áður.“

Maia mætir Belal á UFC 263 um helgina en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Israel Adesanya og Marvin Vettori.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular