spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVoru slagsmál Jones og Cormier slæm fyrir íþróttina?

Voru slagsmál Jones og Cormier slæm fyrir íþróttina?

Jon-Jones-Daniel-Cormier-Brawl-UFC-178-Media-DayÞað hafa vafalaust ekki farið fram hjá bardagaaðdáendum þau slagsmál sem áttu sér stað á milli Jon Jones og Daniel Cormier fyrr í vikunni. Eftir atvikið hafa þeir farið í ótal viðtöl og bardaginn á milli þeirra fengið mikla athygli. En voru þessi slagsmál slæm fyrir íþróttina?

Jon Jones og Daniel Cormier mætast á UFC 178 þann 27. september. Þó tæpar 8 vikur séu í bardagann er áhuginn á bardaganum orðinn gríðarlegur í ljósi atviksins sem átti sér stað í vikunni. Eftir að enni þeirra snertust er þeir mættust augliti til auglits á blaðamannafundi ýtti Cormier í Jones (í hálsinn reyndar) og brást Jones illa við. Myndband af atvikinu má sjá hér.

Eftir atvikið hefur bardaginn fengið gríðarlega athygli. Báðir mættu þeir í viðtal í ESPN SportsCenter þættinum og Jon Jones kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í vikunni þar sem hann ræddi atvikið. Jimmy Kimmel er með einn vinsælasta spjallþáttinn í Bandaríkjunum og ólíklegt er að Jones hefði mætt í þáttinn og rætt bardagann ef ekki hefði verið fyrir þetta atvik. Áhuginn mun eflaust hafa áhrif á PPV (Pay-Per-View) sölutölur, nokkuð sem UFC hefur átt í erfiðleikum með. Bardaginn er að fá athygli frá fjölmiðlum (líkt og Jimmy Kimmel) sem myndu annars eflaust ekki hafa áhuga á bardaganum.

Þó atvikið hafi litið illa út er þetta ekki í fyrsta sinn sem íþróttamenn missa stjórn á sér og gera heimskulega hluti, burtséð frá því hver íþróttin er. Þetta getur því varla talist sem skref aftur á bak fyrir íþróttina. Vissulega verður þetta vatn á myllu gagnrýnenda íþróttarinnar en það er líka fólk sem mun aldrei gerast aðdáendur íþróttarinnar og munu svo sannarlega ekki kaupa UFC 178 PPV. Fyrir þessa venjulegu aðdáendur sem horfa ekki á hvern einasta bardaga kveikir þetta bara enn meiri áhuga.

Þó Daniel Cormier sé frábær keppinautur voru margir svekktir yfir því að Alexander Gustafsson skyldi hafa meiðst enda var fyrri bardaginn milli þeirra frábær. Eftir þetta atvik er eins og öllum sé sama um að Gustafsson hafi meiðst og er bardaginn milli Jones og Cormier ennþá meira spennandi.

Eflaust eru margir sem fordæma og gagnrýna þetta atvik harðlega, og það á alveg rétt á sér, en meirihluti fólks elskar drama og það má best sjá á velgengni raunveruleikaþátta. Hvað er dramatískara en tveir stórir íþróttamenn sem missa stjórn á skapi sínu og ráðast á hvorn annan á blaðamannafundi?

UFC gagnrýnir þá opinberlega en innst inni (jafnvel ekki svo innarlega) eru þeir ánægðir með þetta atvik. Þeir verða að koma með yfirlýsingar þess efnis að svona sé ekki viðunandi, skamma þá smá og halda svo áfram að telja peningana sína.

Svona slagsmál eiga auðvitað aldrei að sjást en íþróttin er komin það langt að þetta mun ekki hafa mikil áhrif á hana. Hefði þetta atvik gerst fyrir 10 árum síðan þá hefði sagan verið önnur. Ljúkum þessari orðarunu með myndbandi af þeim sem náðist eftir að ESPN viðtalinu lauk.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular