spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentWeidman-Rockhold bætt við á UFC 194

Weidman-Rockhold bætt við á UFC 194

chris weidman og luke rockhold
Chris Weidman og Luke Rockhold á góðri stundu.

Þann 12. desember mætast þeir Conor McGregor og Jose Aldo í aðalbardaga UFC 194. UFC var fyrir skömmu að bæta öðrum stórkostlegum titilbardaga á bardagakvöldið en tveir af þeim bestu í millivigt, meistarinn Chris Weidman og Luke Rockhold, munu eigast við þann 12. desember.

UFC 194 ætlar að toppa UFC 189. Gríðarleg spenna ríkir fyrir bardaga Aldo og McGregor en spennan fyrir bardaga Weidman og Rockhold er ekki síðri. Chris Weidman mun freista þess að verja millivigtartitil sinn í fjórða sinn þegar hann mætir fyrrum Strikeforce meistaranum Luke Rockhold.

Talað hefur verið um bardagann frá því Weidman sigraði Vitor Belfort í maí og nú er loksins komin dagsetning. Luke Rockhold er af mörgum talinn stærsta ógn Weidman og þá sérstaklega eftir að hann sigraði Lyoto Machida með miklum yfirburðum í apríl.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins en líkt og á UFC 189 fáum við tvo frábæra titilbardaga. Nú er bara að vona að Chris Weidman meiðist ekki eins og hann er gjarn á að gera.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular