Jorge Masvidal tapaði fyrir Demian Maia á UFC 211 um helgina. Masvidal vill fá Stephen ‘Wonderboy’ Thompson næst og tók karatestrákurinn vel í þá hugmynd.
Stephen Thompson var orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir að Gunnar sigraði Alan Jouban í mars. Karatestrákurinn er hins vegar að jafna sig eftir hnéaðgerð og verður ekki tilbúinn fyrr en í haust. Gunnar Nelson fékk annan andstæðing en hann mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí.
Eftir tap Masvidal um helgina gegn Demian Maia er Masvidal strax kominn með auga á næsta bardaga. Upphaflega vildi hann fá Neil Magny en hann er að glíma við meiðsli. Masvidal óskaði því eftir bardaga gegn Stephen Thompson.
Just got word @NeilMagny is suffering from vaginitis. @WonderboyMMA where you at? #EasyMoney
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) May 16, 2017
Thompson tók vel í þá hugmynd og væri til í þá viðureign um leið og hann hefur jafnað sig eftir aðgerðina. Hann hefur áður gefið það út að hann væri til í að snúa aftur í september.
@GamebredFighter @jasontreumanpro @NeilMagny Hey man would love to fight you after I heal up from knee surgery my friend
— Stephen Thompson (@WonderboyMMA) May 16, 2017
Masvidal vill berjast oft og mikið og óvíst hvort hann nenni að bíða til haustsins.