spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentWonderboy vill mæta Jorge Masvidal í haust

Wonderboy vill mæta Jorge Masvidal í haust

Jorge Masvidal tapaði fyrir Demian Maia á UFC 211 um helgina. Masvidal vill fá Stephen ‘Wonderboy’ Thompson næst og tók karatestrákurinn vel í þá hugmynd.

Stephen Thompson var orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir að Gunnar sigraði Alan Jouban í mars. Karatestrákurinn er hins vegar að jafna sig eftir hnéaðgerð og verður ekki tilbúinn fyrr en í haust. Gunnar Nelson fékk annan andstæðing en hann mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí.

Eftir tap Masvidal um helgina gegn Demian Maia er Masvidal strax kominn með auga á næsta bardaga. Upphaflega vildi hann fá Neil Magny en hann er að glíma við meiðsli. Masvidal óskaði því eftir bardaga gegn Stephen Thompson.

Thompson tók vel í þá hugmynd og væri til í þá viðureign um leið og hann hefur jafnað sig eftir aðgerðina. Hann hefur áður gefið það út að hann væri til í að snúa aftur í september.

Masvidal vill berjast oft og mikið og óvíst hvort hann nenni að bíða til haustsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular