spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley og Demian Maia hafa tapað fyrir sömu andstæðingunum á sama...

Tyron Woodley og Demian Maia hafa tapað fyrir sömu andstæðingunum á sama hátt

Þeir Tyron Woodley og Demian Maia mætast á laugardaginn um veltivigtartitilinn á UFC 214. Woodley er með þrjú töp á ferilskránni en Maia hefur tapað fyrir sömu mönnum á sama hátt.

Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley er með 16 sigra og þrjú töp á ferlinum. Hann er ríkjandi veltivigtarmeistari UFC og verður þetta hans þriðja titilvörn nú um helgina.

Demian Maia er 10-2 eftir að hann færði sig niður í veltivigtina (er 25-6 samtals) eftir langa veru í millivigt. Þegar bardagaferlar þeirra eru skoðaðir má sjá að töpin þeirra eru merkilega lík. Reddit notandinn McShpoochen fann þessa athyglisverðu staðreynd á dögunum.

Fyrsta tap Tyron Woodley á ferlinum var gegn Nate Marquardt. Marquardt rotaði hann í 4. lotu í titilbardaga í Strikeforce árið 2012. Nate Marquardt rotaði Demian Maia á UFC 102 árið 2009. Þetta var einnig fyrsta tap Maia á ferlinum og eru þetta einu skiptin sem Woodley og Maia hafa verið kláraðir.

Annað tap Woodley á ferlinum var gegn Jake Shields á UFC 161 árið 2013 eftir klofna dómaraákvörðun. Shields sigraði einnig Demian Maia eftir klofna dómaraákvörðun sama ár.

Þriðja og síðasta tap Woodley til þessa var gegn Rory MacDonald. MacDonald sigraði Woodley eftir einróma dómaraákvörðun í júní 2014. Í febrúar sama ár hafði Rory MacDonald sigrað Demian Maia eftir einróma dómaraákvörðun.

Þetta er skemmtileg staðreynd en þeir Woodley og Maia mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC 214 á laugardaginn. Þeir Jon Jones og Daniel Cormier berjast í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular