Yair Rodriguez er enn í UFC þrátt fyrir fregnir um að hann hafi verið látinn fara á dögunum. Rodriquez býst við að mæta Magomed Sharipov á UFC 228 í september.
Samningi Yair Rodriguez við UFC var sagt vera rift á dögunum. Rodriguez er einn af þeim efnilegustu í fjaðurvigtinni í UFC og komu tíðindin því verulega á óvart. Rodriguez var sagður hafa hafnað tveimur bardögum frá UFC og var samningi hans því rift. Dana White, forseti UFC, sagði að það væri hreinlega ekki í boði að hafna öllum bardögum.
Rodriguez mætti í The MMA Hour í síðustu viku þar sem hann sagði þetta allt vera einn stóran misskilning. Hann átti síðar fund á föstudaginn við Sean Shelby, sem sér um að raða öllum bardögunum saman í UFC, og hafa málin aldrei verið betri hjá Rodriguez. Hann lauk svo skilaboðunum á Twitter með því að segjast ætla að hitta Zabit Magomedsharipov í búrinu í september. Bardaginn hefur þó ekki verið staðfestur af UFC.
#happynews
.@zabit_mma @ufc @UFCEspanol @bokamotoESPN pic.twitter.com/8xGDaZFuNn— Yair Rodriguez (@panteraufc) June 2, 2018
Bardagi á milli Rodriguez og Magomedsharipov væri mikið fyrir augað enda tveir virkilega skemmtilegir bardagamenn. Rodriguez hefur ekkert barist síðan Frankie Edgar rústaði honum á UFC 211 í maí 2017.