Einn besti bardaginn á UFC 228 er dottinn upp fyrir. Yair Rodriguez er meiddur og getur því ekki mætt Zabit Magomedsharipov í september.
UFC 228 fer fram þann 28. september í Dallas. Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins átti að vera viðureign Rodriguez og Zabit en sá fyrrnefndi er því miður meiddur og getur ekki barist.
Zabit er 3-0 í UFC og einn sá mest spennandi í fjaðurvigtinni í dag. Yair Rodriguez er sömuleiðis spennandi en hann hefur ekkert barist síðan Frankie Edgar gjörsigraði hann á UFC 211 í maí 2017.
Zabit er í leit að andstæðingi en bantamvigtarmaðurinn John Dodson bauðst til þess að mæta Zabit.
“ Hey Zabit! Since Yair is out, and no one wants me in my div. Ill fight you man!!!@zabit_mma @danawhite @seanshelby @ufc
— John Lineker (@johnlineker) August 23, 2018
I’m in! Let’s do it! Call mr. Sean Shelby but we called him. He said you’re too small. But I will fight you. Much respect for stepping up. https://t.co/n46k8gMN9r
— ZabitMagomedsharipov (@zabit_mma) August 23, 2018
Dodson er 25 cm minni en Zabit en Dodson barðist lengi vel í fluguvigt.