spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYfirlýsing frá Drug Free Sport vegna lyfjaprófs Jose Aldo

Yfirlýsing frá Drug Free Sport vegna lyfjaprófs Jose Aldo

jose aldoÍ byrjun júní gekkst Jose Aldo undir óvænt lyfjapróf af hálfu NAC en sýninu var síðar eytt. Ástæðan var sögð vera sú að prófunaraðilinn hafi ekki verið með rétta vegabréfsáritun. Nú hefur Drug Free Sport sent frá sér yfirlýsingu.

Ben Mosier frá Drug Free Sport mætti óvænt í æfingaaðstöðu Jose Aldo til að taka þvagsýni úr meistaranum. Mosier var þar að taka sýni fyrir hönd NAC (íþróttasamband Nevada fylkis) fyrir bardaga Aldo gegn Conor McGregor. Bardaginn hefur þó verið sleginn af borðinu þar sem Aldo meiddist.

Umboðsmaður og þjálfari Aldo, Andre Pederneiras, var tortrygginn gagnvart Mosier og hafði samband við CABMMA (MMA samband Brasilíu). Yfirmaður CABMMA, Cristiano Sampaio, hafði samband við lögregluna og hitti Aldo og Pederneiras. Þar sem Moraes er frá NAC en ekki CABMMA var talið að Mosier hefði ekki haft rétta vegabréfsáritun til að starfa í Brasilíu. Sýninu var því eytt og annað próf framkvæmt sólarhringi síðar. Lyfjaprófið var því ekki lengur handahófskennt eins og upphaflega stóð til.

Nú hefur Drug Free Sport sent frá sér yfirlýsingu.

„Snemma í júní réði íþróttasamband Nevada fylkis Drug Free Sport til að taka þvagsýni úr íþróttamanni í Brasilíu. Undirbúningur og framkvæmd Drug Free Sport var eins og best verður á kosið. Drug Free Sport fékk viðeigandi vegabréfsáritun frá ræðismannaembætti Brasilíu í Chicago þann 18. júní 2012. Vegabréfsáritunin gildir í tíu ár. Drug Free Sport getur ekki tjáð sig um einstaka prófanir en NAC, UFC og Drug Free Sport getur samviskusamlega tryggt sanngjarna og rétta framkvæmd lyfjaprófa í Brasilíu.“

Yfirlýsingin er undirrituð af Chris Guinty, framkvæmdastjóra Drug Free Sport.

Þetta vekur upp enn fleiri spurningar er varða lyfjaprófið umdeilda. Það þykir eðlilega mjög sérstakt að þjálfari Aldo hafi haft áhyggjur af vegabréfsáritun prófunaraðila og sérstaklega nú þegar aðilinn var með rétta vegabréfsáritun eftir allt saman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular