spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero náði vigt

Yoel Romero náði vigt

Vigtuninni fyrir UFC 248 var að ljúka. Israel Adesanya, Weili Zhang og Joanna Jedrzejczyk náðu öll vigt snemma en beðið var eftir Yoel Romero.

Formlega vigtunin fyrir UFC 248 fór fram á hóteli bardagamanna í Las Vegas í dag.

Millivigtarmeistarinn Israel Adesanya var fyrstur til að mæta í vigtunina en hann var 184,5 pund eða hálfu pundi undir. Weili Zhang var 115 pund slétt og sömuleiðis andstæðingur hennar, Joanna Jedrzejczyk.

Bardagamenn kvöldsins voru mættir snemma í vigtunina en Romero lét bíða eftir sér. Yoel Romero var síðastur á vigtina en mætti þegar 15 mínútur voru eftir af vigtuninni. Romero var 185 pund og eru því báðir titilbardagarnir á dagskrá.

Emiliy Whitmare mistókst að ná vigt og var 1,5 pundi yfir en allir aðrir voru í tilsettri þyngd.

UFC 248 fer fram á laugardaginn þar sem Israel Adesanya mætir Yoel Romero um millivigtartitilinn og Weili Zhang mætir Joanna Jedrzejczyk um strávigtartitil kvenna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular